fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

Fókus
Föstudaginn 29. nóvember 2024 13:29

Helga Braga ásamt Ágústi Bent á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný auglýsing frá ferðaskrifstofunni Guide to Europe hefur vakið talsverða athygli en í henni má til dæmis finna þær upplýsingar að hið góðkunna Víkingaklapp á uppruna sinn í Skotlandi, eða kannski Tyrklandi.

Allavega er það ekki íslenskt í grunninn þó við Íslendingar höfum nýtt okkur það við fagnaðarlæti ýmiskonar víða um heim. Það var Rottweilerhundurinn og leikstjórinn Bent sem leikstýrði auglýsingunni en hún er lokahnykkurinn á auglýsingaherferð Guide to Europe sem snýr að því að Ísland sé suðupottur áhrifa alls staðar af og þegar upp er staðið þá eru Íslendingar alls konar.

Auglýsinguna má finna hér að neðan en Bent segist nota húmor mikið í allri sinni vinnu. „Í flestum auglýsingaherferðum sem ég hef unnið að í gegnum tíðina, meðal annars fyrir Guide to Europe, NOVA og Lýsi, hef ég reynt að beita húmornum, þar sem ég trúi því að fólk sé móttækilegra fyrir auglýsingum sem eru skemmtilegar. Þegar þannig tekst til tengir fólk brandið sem verið er að auglýsa frekar við gleðitilfinningar og það hefur auðvitað jákvæð áhrif á kauphegðun neytenda. Tölurnar sýna líka að húmor virkar og þess vegna vil ég hafa auglýsingarnar mínar sniðugar og fjölbreyttar,” segir Bent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife