Fyrir stuttu húðskammaði hann áhrifavald sem hann segir að hafi látið eins og algjör forréttindapési í ræktinni.
Fitness áhrifavaldurinn og þjálfarinn Steph McNeil birti myndband á Instagram fyrir nokkrum vikum þar sem hún sýndi hvernig það væri að taka upp myndband í ræktinni klukkan 17:00, sem er yfirleitt háanna tími í flestum líkamsræktarstöðvum.
Sjá einnig: Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband
Í myndbandinu má sjá Steph æfa fyrir framan spegil og gefa öllum þeim sem koma í mynd auga fyrir að „skemma“ upptökuna.
Þessa hegðun tók Joey Swoll ekki í mál og lét hana heyra það. „Þú stilltir símanum þínum upp á handlóðarekka og ert síðan pirruð þegar fólk kemur í mynd þegar það er að ná í handlóð. Í alvöru?!“
@thejoeyswoll When you film in the gym YOU are the inconvenience, NOT the people trying to work out. #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll
Swoll sagði að fólk sem tekur upp myndbönd í ræktinni er að trufla aðra, ekki fólkið sem er að reyna að æfa.
„Ef þú vilt æfa einhvers staðar þar sem enginn mun trufla myndatökurnar þínar, æfðu heima hjá þér!“