fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Swifties hissa að tónlistarkonan skipi 2. sætið – Hver verður valin sú áhrifamesta?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift skipar annað sæti lista Billboard tímaritsins yfir áhrifamestu poppstjörnur 21. aldarinnar og furða margir sig á sæti hennar.

Tímaritið hefur síðan í lok ágúst smám saman svipt hulunni af lista sínum, sem tímaritið segir samanstanda af listamönnum sem hafa með mestum hætti skilgreint poppstjörnubransann (e. Pop stardom) síðustu 25 ár.

Á eftir Swift eru söngkonurnar Rihanna, Lady Gaga og Britney í 3., 5. og 6. sæti, og söngvarinn Drake í því fjórða. Kanye West er í því sjöunda, en hann og Swift hafa átt í deilum í meira en áratug. Listann má sjá hér neðst í fréttinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by billboard (@billboard)

Tímaritið valdi Swift sem besta listamanninn árið 2023, en Swift hóf feril sinn í kántrítónlist og hélt sig við þá tónlist í um átta ár, en hefur síðan verið ein sú þekktasta, vinsælasta og afkastamesta í popptónlistinni. 

„Þvílíkur brandari, hún er sú stærsta,“ sagði einn aðdáandi Swift á X.

Hannah Dailey hjá Billboard segir tímaritið hafa verið viðbúið gagnrýni um að Swift væri ekki í 1. aæti listans. „Sú staðreynd að hún er ekki valin í fyrsta sætið er bara enn einn vitnisburðurinn um áhrif hennar, en staðsetning hennar í öðru sæti ætti ekki að valda aðdáendum hennar uppnámi of lengi, sérstaklega þegar við lítum til þess hversu seint hún byrjaði í popptónlist og tónlist almennt á þessum 25 árum, sem við horfum til.“

Til marks um vinsældir og áhrif Swift má nefna að Time tímaritið valdi hana manneskju ársins árið 2023 og í febrúar á þessu ári varð hún fyrst listamanna til að vinna Grammy verðlaun fyrir plötu ársins fjögur ár í röð. Heimstónleikaferðalagi hennar, The Eras Tour, lýkur á næstunni en allir tónleikar hafa selst upp þó miðaverðið sé hátt, en gríðarleg eftirspurn var eftir miðum um allan heim. Nýjasta plata hennar, The Tortured Poets Department, kom út í apríl og varð fyrsta platan til að ná yfir 300 milljón spilunum á Spotify á útgáfudegi.

En hver mun skipa fyrsta sætið, sem Billboard mun greina frá þann 3. 3esember. Aðdáendur telja sig vita svarið; Beyoncé. 

„Swift hefur verið áhrifameiri og vinsælli síðustu ár, en Beyoncé hefur verið sú stærsta frá aldamótum,“ sagði einn aðdáandi, sem segist aðdáandi beggja söngkvennanna.

Hér er listinn eins og hann lítur út, og eins og áður sagði mun Billboard tilkynna val sitt í fyrsta sætið þann 3. desember.

  • 25. Katy Perry
  • 24. Ed Sheeran
  • 23. Bad Bunny
  • 22. One Direction
  • 21. Lil Wayne
  • 20. Bruno Mars
  • 19. BTS
  • 18. The Weeknd
  • 17. Shakira
  • 16. Jay-Z
  • 15. Miley Cyrus
  • 14. Justin Timberlake
  • 13. Nicki Minaj
  • 12. Eminem
  • 11. Usher
  • 10. Adele
  • 9. Ariana Grande
  • 8. Justin Bieber
  • 7. Kanye West
  • 6. Britney Spears
  • 5. Lady Gaga
  • 4. Drake
  • 3. Rihanna
  • 2. Taylor Swift
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar