fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Pólskt par vann á Íslandi í eitt ár – Greina frá því hvað þau náðu að spara mikið

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. nóvember 2024 18:00

Klaudia veifar seðlum. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskt par og ferðalangar sem lýsa ferðum sínum á samfélagsmiðlum náðu að safna 255 þúsund pólskum zloty með því að dvelja og starfa á Íslandi í eitt ár. En það er um 8,5 milljón króna.

Ferðalangarnir Klaudia og Dawid halda úti Instagram síðunni Podroze lekka reka, ferðastu létt, þar sem þau lýsa ferðum sínum og lífi á Íslandi undanfarið ár. Fjallað er um þau í pólska fréttamiðlinum Onet.

Klaudia og Dawid höfðu ferðast um Norður og Suður Ameríku áður en þau komu til Íslands til að vinna. Hérna dvöldu þau í heilt ár og unnu á fjórum mismunandi hótelum.

„Við byrjuðum á því að þrífa og þjóna og svo unnum við í afgreiðslu og við eldamennsku,“ segja þau á síðunni. „Við fengum gistingu og máltíðir hjá hótelunum.“

Ferðuðust um Ísland

Það að þau hafi náð að safna þessum pening þýðir ekki að þau hafi unnið baki brotnu án þess að gera eða sjá neitt. Þau hafa ferðast um og séð marga af helstu ferðamannastöðum Íslands í ferðum sem vinnuveitendur þeirra hafa boðið þeim í.

Þá höfðu þau einnig tíma og tækifæri til þess að heimsækja vini og fjölskyldu og kynnast fólki víðs vegar um heim.

„Á þessu ári sem við unnum náðum við að safna okkur 255 þúsund PLN (pólski gjaldmiðillinn),“ segja þau en tilkynna að brátt haldi þau á brott. „Nú er kominn tími til þess að uppfylla drauminn um að ferðast til Asíu.“

Yfirvinna á sumrin

Í athugasemdum við færslu þeirra áttu margir erfitt með að trúa þessu og spurðu hversu mikla vinnu þau hafi þurft að inna af hendi.

„Heilt ár af vinnu. Í níu af tólf mánuðum unnum við 172 klukkutíma á mánuði. Á mesta ferðamannatímanum (í þrjá mánuði) unnum við aukalega 30 klukkutíma yfirvinnu í hverjum mánuði,“ svöruðu Klaudia og Dawid í athugasemdum.

„Vá! Þetta er tilkomumikil upphæð,“ sagði einn netverji við þau. „Í Asíu er þetta nóg til þess að geta ferðast í nokkur ár. Það er gott að heyra að þetta sé mögulegt. Gangi ykkur vel.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“