fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2024 11:00

Aron Mímir Gylfason féll á Tenerife og við tók átta daga djamm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Mímir Gylfason er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hann er annar helmingur vinsæla hlaðvarpsins Götustrákar.

Aron hefur alltaf verið opinn um sína fortíð og hvernig hann gekk í gegnum dimma dali til að komast á þann stað sem hann er í dag. Þegar hann var 27 ára hafði hann verið edrú í tvö ár en féll í örlagaríkri ferð til Tenerife. Hann ræðir um ferðina og dópsenuna á eyjunni í spilaranum hér að neðan.

Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, hægt er að horfa á hann í heild sinni hér og hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Aron hafði verið edrú í tvö ár þegar hann féll, hann var þá 27 ára. „Ég var ekkert að vinna almennilega í mér. Ég var alltaf að byrja eitthvað og hætta, ég held það þýði ekkert þegar þú ert búinn að vera svona djúpt í þessu að ætla bara smá að vinna í þér og hætta svo,“ segir hann.

„Ég fór til Tenerife með vini mínum og fann að ég var ekki með neinar varnir. Um leið og ég var lentur, sól úti og eitthvað, þá langaði mig bara að fá mér að drekka […] Ég vissi hvað myndi gerast ef ég myndi detta í það, því ég hafði margoft tekið tvo mánuði hérna og þrjá mánuði hér.“ Sem hann segir að hafi öll endað í rugli.

Aron Mímir Gylfason.

„I got some charlie“

Aron byrjaði á því að kaupa áfengislausan bjór og vonaði að það myndi svala þörfinni. „Ég drakk einhverjar tvær kippur af því og svo um kvöldið var ég að labba á amerísku ströndinni og einhver gaur sagði við mig: „I got some charlie.“ Það er eitthvað orð fyrir kókaín þarna, og ég bara: „Já.. ókei.“ Og segi við gaurinn sem var með mér: „Heyrðu, dettum bara í það og segjum ekki neinum og um leið og við komum heim þá byrjum við aftur að gera það sem við vorum að gera, það þarf enginn að frétta af þessu.““

Það gekk ekki eftir. „Allir vinir okkar voru búnir að frétta þetta eftir 12 tíma. Hann átti einhverja kærustu á þessum tíma og hún var búin að hringja í alla því hún náði ekki í hann. Þetta plan var dauðadæmt eftir nokkra klukkutíma,“ segir hann.

Næturlífið á Tenerife

Aðspurður um næturlífið á Tenerife og hvernig aðgengi að fíkniefnum sé á eyjunni segir Aron að það sé mjög auðvelt að redda sér og það sé mikið um slík efni á skemmtistöðum.

„Ég var búinn að safna fullt af pening og hann fór allur í þetta. Ég var búinn að fjárfesta í Bitcoin og tók það allt út. Ég sá einmitt, það er búið að hækka svo mikið núna að ég væri búinn að græða einhverja milljón hefði ég haldið því inni,“ segir hann og bætir við að það sé vissulega svekkjandi en partur af þessu.

„Það er mjög auðvelt að redda sér og í rauninni virðist vera auðvelt að redda sér hvert sem maður fer. Fólk virðist líka sjá þetta á manni að maður sé alkóhólisti,“ segir hann og segir fíkniefnasala hafa séð það á honum að hann væri mögulegur viðskiptavinur og komið upp að honum.

Gashylki sem hafa ekki ratað til landsins

Aron segir kókaín hafa verið algengt fíkniefni til sölu í myrkum hornum skemmtistaðanna.

„Svo voru þau með einhverjar blöðrur á sumum skemmtistöðum, eins og eitthvað gas sem er í rjómahylkjum,“ segir hann. Gasinu er andað að sér, hann segist hafa prófað það úti en ekki fundið fyrir miklum áhrifum.

„Ég fann ekkert mikið fyrir því, ég var á einhverju öðru líka en það voru margir að gera það.“

Sjá einnig: Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron Mímir Gylfason er gestur vikunnar í Fókus.

Rann af honum eftir átta daga

Aron var ellefu daga á Tenerife. „Það rann af mér eftir átta daga. Þá var ég búinn að klára nánast allan peninginn minn og ákvað bara að heyra í einhverjum gaurum sem voru í þessari sjálfsvinnu. Þeir reyndu endalaust að hringja í mig þessa átta daga en ég var ekkert að meika það, þeir buðust til að geyma peningana mína en ég afþakkaði. Þeir buðust líka til að kaupa handa mér flugmiða og hjálpa mér að komast heim. Ég var heppinn að vera búinn að umkringja mig þessum félagsskap, þannig þeir gripu mig svolítið þegar ég kom heim og hjálpuðu mér að komast aftur á rétta braut,“ segir hann.

„Ég byrjaði að vera edrú þarna úti. Ég man að herbergið leit ógeðslega út, endalaust af dósum, öskubakkar og bara… þetta var orðið að einhverju bæli þarna eftir átta daga. Maður byrjaði að fara í gegnum fráhvörf úti. Ég svaf í einhverju svitabaði fyrstu dagana, kófsveittur í flugvélinni á leiðinni heim og um leið og ég kom heim gaf ég þessu 100 prósent séns og prófa að vera ekki með svona mikið af hugmyndum og gerði það sem mér var sagt að gera. Mjög fljótt náði ég árangri.“

Aron ræðir þetta frekar í þættinum sem má horfa á hér og hlusta á Spotify.

Fylgdu Aroni á Instagram og smelltu hér til að fylgja Götustrákum og horfa á þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Hide picture