fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Fókus
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 12:44

Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2 er án efa einn ástsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Hann hefur skotið föstum rótum á Selfossi og hefur haldið heiðri landsbyggðarinnar á lofti í fréttaflutningi sínum sem jafnan er jákvæður og fræðandi.

Í gegnum árin hefur Magnús Hlynur komið við á N1 á Ártúnshöfða og keypt sér ís en nú þarf hann að svala ísþörfum sínum annars staðar.

„Skandall dagsins. N1 á Ártúnshöfða í  Reykjavík, selur ekki lengur ís í brauðformi eða í dós, búið að farga ísvélinni. Ég fékk þessa frétt í morgun þegar ég ætlaði að kaupa mér lítinn ís í brauðformi. Ég er miður mín því þarna hef ég keypt mér ís í áratugi úr ísvélinni góðu,“ skrifaði hann á Facebook og tóku vinir hans undir vonbrigðin.

Einn vinur hans hvati hann, í góðu gríni, að hafa samband við umboðsmann Alþingis. „Þetta gengur ekki,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2