Í gegnum árin hefur Magnús Hlynur komið við á N1 á Ártúnshöfða og keypt sér ís en nú þarf hann að svala ísþörfum sínum annars staðar.
„Skandall dagsins. N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík, selur ekki lengur ís í brauðformi eða í dós, búið að farga ísvélinni. Ég fékk þessa frétt í morgun þegar ég ætlaði að kaupa mér lítinn ís í brauðformi. Ég er miður mín því þarna hef ég keypt mér ís í áratugi úr ísvélinni góðu,“ skrifaði hann á Facebook og tóku vinir hans undir vonbrigðin.
Einn vinur hans hvati hann, í góðu gríni, að hafa samband við umboðsmann Alþingis. „Þetta gengur ekki,“ segir hann.