fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 10:29

Maður Birnu situr inni á Sogni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég átti ótrúlega fallegt líf með Gústa,“ segir Birna Ólafsdóttir um lífið áður en eiginmaður hennar, Ólafur Ágúst Hraundal, kallaður Gústi, var handtekinn og dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Hann hefur nú setið inni í tvö og hálft ár.

Birna er gestur í Fókus, spjallþætti DV.

Hún ræðir um lífið fyrir og eftir handtökuna, hvernig það er að eiga börn með fanga og hvort það hafi einhvern tíma verið spurning að standa ekki með honum í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Við eigum náttúrulega mörg börn með mörgum. Ég á fjögur börn með fjórum mönnum og hann á fjögur börn með fjórum konum, þannig við erum alveg með BA í skilnaði og núverandi og þáverandi og erum orðin góð í því,“ segir Birna og hlær.

„En við áttum lítinn bar sem gekk ágætlega, svo vorum við í hestunum, það var fjölskylduáhugamálið en ég hef alla tíð verið í hestum. Lífið var eins venjulegt og örugglega hjá þér. Ég hef oft verið einstæð móðir, er dugleg og hef bjargað mér, en ég finn að það var margt sem hann gerði sem maður áttaði sig kannski ekki á, maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“

Allt annað í dag en áður

Birna segir að þetta hefur verið erfitt, sérstaklega vegna efnahagsástandsins.

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga. Ég sit alltaf uppi með börnin. Svo á hann litla tvo sæta stráka fyrir sem eru litlu strákarnir mínir, en því ég er ein þá næ ég ekki að sinna þeim eins og við gerðum áður. Þeir komu alltaf aðra hverja helgi og mánuð á sumrin… Ég hef misst ótrúlega margt. Og síðan hann fór inn hefur allt hækkað, húsnæði, lán, maturinn, matarkostnaðurinn er viðbjóður,“ segir hún.

„Þegar ég var einstæð móðir í gamla daga man ég aldrei eftir því að þetta hafi verið svona erfitt.“

Birna og Gústi.

Sjá einnig: Birna segir að fyrsta heimsókn barnanna í fangelsið til pabba þeirra hafi verið átakanleg – „Þau voru ofsalega hrædd“

Leið eins og hann væri dáinn

Aðspurð hvort hún hafi frá því að hann var handtekinn vitað að hún myndi standa með honum í gegnum allt saman svarar Birna:

„Nei, þetta var sannarlega ekki það sem ég vissi að ég myndi gera. Maður fer í rosa sjokk, en ég hefði aldrei gifst Gústa nema því ég elska hann. Ég elska manninn minn, auðvitað verður maður sár og svekktur úr því sem komið er.

En nei, ég man þegar ég fékk fyrsta símtalið, þegar ég heyrði í honum í fyrsta skipti eftir að hann var handtekinn og eftir að hafa ekki fengið að tala við hann í þrjár eða fjórar vikur. Þá kom bara strax yfir mig tilfinningin: „Ég stend með honum.“ En fyrir þann tíma var þetta meira eins og hann væri dáinn. Höggið var svo mikið og sorgin var svo mikil að ég held ég hafi aldrei hugsað að ég væri að fara að skilja, því mér fannst eins og maðurinn væri dáinn, þannig ég var ekkert að hugsa um það.

Svo þegar við giftumst, þá giftumst við í blíðu og stríðu. Ég ætlaði ekki að gifta mig til að skilja.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Birna bendir aðstandendum á félögin Afstaða og Bjargráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Hide picture