fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Fókus
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 15:30

Sigmundur Davíð var í miklu stuði ásamt ungum stuðningsmönnum Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta hundrað ungra kjósenda löggðu leið sína í Grósku laugardagskvöldið 23. nóvember í „Kosningapartýið 2024“, viðburð Ungra Miðflokksmanna.

Tilefnið var að eiga gott kvöld saman og keyra af stað lokaviku kosningabaráttunnar. Anton Sveinn McKee og Sigmundur Davíð fluttu ræður og héldu Séra Bjössi, Húbba Búbba og DJ Ökull stemningunni uppi á meðan viðburðinum stóð. Marinó Máni Mabazza var kynnir.

Sigmundur Davíð lét sér ekki nægja að flytja ræðu heldur tók hann sporið með gestum við mikinn fögnuð. Forsætisráðherrann fyrrverandi er greinilega vinsæll hjá unga fólkinu en í fréttatilkynningu um viðburðinn kemur fram að hann hafi varla komist út vegna biðraða af ungmennum sem vildu myndir af stjórnmálamanninum.

Í samantekt ungra Miðflokksmana á TikTok má sjá myndskeið frá kvöldinu og þar sést Sigmundur Davíð stíga trylltan dans:

@ungir_xm Takk fyrir geggjað kvöld! 😮‍💨 #fyp #fyrirþig #kosningar2024 #kosningar #miðflokkurinn ♬ original sound – Ungir Miðflokksmenn

Anton Sveinn McKee, formaður Freyfaxa og frambjóðandi í 4. sæti í Suðvesturkjördæmi var kátur eftir viðburðinn: „Maður er hálf orðlaus yfir þeim fjölda sem mætti hérna í kvöld. Við vissum ekkert við hverju við áttum að búast, enda nýbúin að stofna ungliðahreyfinguna, en okkur tekst greinilega vel að ná til yngri kjósenda. Þegar mest var voru um 300 inni í salnum á sama tíma og geggjuð stemning, síðan voru margir sem voru að flakka á milli og held ég það það megi segja að hátt upp í 500 einstaklingar hafi lagt leið sína hingað í kvöld,“ er haft eftir honum í áðurnefndri fréttatilkynningu.

Þar segir að oddvitar og aðrir frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu hafi verið á staðnum og rætt við gesti og hugsanlega kjósendur.

Svipmyndir frá kvöldinu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“