fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2024 10:30

Birna og Gústi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginmaður Birnu Ólafsdóttur, Ólafur Ágúst Hraundal, var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun. Hann sat í nokkrar vikur inni á Hólmsheiði þegar hann var í gæsluvarðhaldi, hann var síðan á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár og hefur nú síðastliðið ár verið á Sogni.

Birna er gestur vikunnar í Fókus og fer yfir fyrstu heimsókn hennar á Litla-Hraun, sem hún segir að hafi verið átakanlega að mörgu leyti,  og útskýrir allt ferlið frá a til ö.

„Maður kemur inn á litla biðstofu og sýnir skilríki. Síðan fer maður í gegnum öryggisleit og tekur beltið af þér og skóna og jakkann þinn. Þetta er allt gegnumlýst,“ segir hún. Hún segir frá þessu betur í spilaranum hér að neðan, byrjar á mínútu 1:10.

Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify..

video
play-sharp-fill

Fyrsta heimsókn hennar í fangelsið var einnig fyrsta skipti sem hún hitti Ólaf Ágúst, kallaður Gústi, frá því að hann var handtekinn og eftir að hafa ekki geta rætt við hann svo vikum skipti. Hún segir heimsóknina hafa verið átakanlega en líka góða.

„Og svo ferðu að koma í heimsókn aftur og aftur og ert orðin sjóuð, farin að þekkja flesta fangaverði. Svo er þetta farið að taka á að vera alltaf í pínulitlu herbergi. En í dag eru komnir gámar og herbergin eru talsvert stærri,“ segir hún.

„Ég held að það sé mjög mikill vilji að gera heimsóknarherbergi fallegri.“

Birna hefur verið í hestamennsku nánast alla ævi.

Eins og fangelsi í Litháen

Birna fer ekki fögrum orðum um Hólmsheiði sem hún segir mjög kuldalegt fangelsi og umhverfið gráleitt. Hún segist mæla með að fjölskyldur nýti sér Barnakot á Litla-Hrauni.

„Af öllum þessum stöðum myndi ég alltaf velja Barnakot, ef þú átt mann eða eiginkonu í læstu fangelsi, heldur en að fara á Hólmsheiði. Þó að þar sé risastór íbúð með stóru herbergi. Mjög falleg íbúð en þar er ömurlegur garður. Eins og fyrir fangelsin í Litháen, sólin skín ekki þar inn. Mjög niðurdrepandi. Ótrúlega ósmekklegur garður, því hann er hannaður fyrir lítil börn, þar er róla og sandkassi en svo eru bara steyptir veggir, 3-4 metra háir,“ segir hún.

Dásamlegt að koma að Sogni

Birna segir heimsóknaraðstöðuna mun betri á Sogni.

„Það er himin og haf, það er dásamlegt að koma að Sogni. Þar er maður svolítið frjáls. Þar getum við farið í göngutúr upp að fjallinu, þar getum við eldað saman og þar erum við inni í herberginu hjá fanganum. Við fáum að vera inni í hans herbergi, hann er með myndir og búinn að gera smá krúttlegt, er með gítar, tölvu. Það er allt öðruvísi. Ég ligg þá í sænginni sem er frá okkur og í hans rúmi,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Hide picture