fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2024 16:30

Nicole Kidman. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur telja leikkonuna Nicole Kidman vera að ljúga varðandi hvenær fræg mynd af henni var tekin.

Í mörg ár hafa aðdáendur haldið að myndin hafi verið tekin árið 2001, þegar Kidman var nýbúin að skrifa undir skilnaðarpappíra og á leið frá lögfræðingnum sínum. Á myndinni virðist leikkonan vera á toppi tilverunnar, hæstánægð með að vera skilin við Tom Cruise. Þau voru gift frá 1990 til 2001.

Nicole Kidman
DR/X17online.com

Myndin er vel þekkt jarm (e. meme) í netheimum og uppáhald margra. En nú segir Kidman söguna ekki sanna og að myndin hafi verið tekin úr samhengi.

„Þetta er úr kvikmynd sem ég lék í, ekki í alvörunni,“ sagði hún í samtali við bresku útgáfu GQ.

Tom Cruise and Nicole Kidman
Tom Cruise og Nicole Kidman. Mynd/Getty Images

En aðdáendur eru ekki svo vissir um að hún sé að segja satt.

„Hún sagði ekki hvaða kvikmynd og enginn af mörgum aðdáendum hennar getur nefnt myndina, þannig ég held að hún sé að ljúga og þetta er í alvöru fagnaðarmynd eftir skilnaðinn,“ sagði einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu