Matartips er einn vinsælasti hópurinn meðal Íslendinga, með um 57 þúsund meðlimi. Þegar fréttin er skrifuð hafa verið ritaðar 163 athugasemdir við færsluna. Flestir sögðust nýta ostinn, oftast með því að rífa hann niður og frysta.
„Set hann í frysti tek svo allar restar raspa þær niður frosnar og set í allskonar rétti pasta, fisk, pizzu, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði einn netverji og margir tóku undir.
„Annaðhvort rífa niður til að nota í mat eða henda á disk með smá aromat í örbylgjuofninn.“
„Ríf hann niður með höndunum og nota á brauð, líka hægt að frysta og henda á pizzu þegar nokkrir eru komnir.“
„Set hann með skinku á samloku og í samlokugrill,“ sagði annar.
„Ostafylling í kant á pizzur.“
Sumir sögðust skera ostinn í lengjur og gefa börnunum, ýmist kallað ostastangir eða ostafranskar.
Nokkrir birtu mynd af hundunum sínum og sögðu þá éta afganginn.
Svo voru einhverjir sem sögðust bara borða afganginn sjálf, eða deila með öðrum á heimilinu. „Oftast fer þetta ofan í hundinn og börnin hjá mér, gef þeim öllum bita og stel einum sjálf,“ sagði einn.
„Hann fer aldrei á þetta stig hjá mé,.“ segir einn meðlimur hópsins en fleiri tóku í sama streng og virtust gagnrýna ástand ostsins.
„Af hverju er osturinn á þessu stigi? Eru brúnirnar ekki fyrir? Ég sker alltaf vinstri-hægri-vinstri-hægri,“ sagði annar.
Osturinn virtist vera frekar umdeildur. Einn meðlimur sagði að ef þetta myndi gerast á hans heimili þá væri ekki keyptur annar ostur.
„Hann fer aldrei að þetta stig á þessu heimili. Ef þetta myndi ske, þá myndi ekki vera keyptur ostur“