Í gær fór fram forsýning á hinum vinsælu þáttum IceGuys en yfir 800 manns mættu í Smárabíó þar sem fyrstu tveir þættirnir voru sýndir í heilum þremur bíósölum. Það var mikil gleði og spenna í loftinu og augljóst að hér var um að ræða viðburð sem enginn vildi missa af. Það var létt stemmning í Smárabíói fyrir og eftir sýningu og vakti ísskúlptúr sérstaklega athygli bíógesta.
„Þetta er stærsta forsýning í sögu Símans en yfir 800 manns komu og fögnuðu með okkur, IceGuys og aðstandendum þáttanna að önnur ísöld sé að hefjast í Sjónvarpi Símans Premium. Viðskiptavinir okkar eiga góðan sunnudag í vændum en þá fer fyrsti þátturinn einmitt í loftið,“ segir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir öll þau góðu viðbrögð sem að við höfum fengið eftir þessa forsýningu. Samstarf allra sem að þessum þáttum koma, bæði IceGuys sjálfum og öllu fólkinu bak við tjöldin og hjá Símanum hefur verið upp á tíu. Loksins munu þættirnir sjást í stofum landsmanna og ég vona að gleðin og fjörið sem fylgdi framleiðslunni skili sér beint þangað,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
Sjáðu myndir frá forsýningunni hér að neðan.