fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fókus

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2024 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan lýsir gjarnan eftir fólki. Stundum eftir fólki sem er saknað, stundum er lýst eftir vitnum og stundum þarf lögregla að ná tali af ákveðnum einstaklingum. Lögreglan hefur þó sjaldan lýst eftir skipuleggjendum þorrablóta, en það gerði lögreglan á Norðurlandi vestra í dag.

Embættið birti eftirfarandi færslu á Facebook:

„Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið! Okkur langar að heyra í þeim sem eru að skipuleggja þorrablót á nýju ári, fólki í þorrablótsnefndum og þeim sem koma að þessum samkomum með einum eða öðrum hætti.“

Fólk var ekki alveg að ná utan um þessa eftirlýsingu og vildi vita hvað vakti fyrir lögreglu. „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?,“ spurði einn. Annar velti fyrir sér hvort lögreglan væri á höttunum eftir boðskortum. Enn annar spáði því að hér væri lögreglukórinn að leita sér að „giggi“.

Einhverjir veltu fyrir sér hvort óprúttnir aðilar hefðu tekið yfir aðgang lögreglunnar á Facebook.

Emæbættið svaraði þó í kvöld að þessi færsla væri orðin hin skemmtilegasta, en ítrekaði að forvarnafulltrúa embættisins langi raunverulega að heyra frá þorrablótsnefndum.

„En svona í fullri alvöru þá erum við með þungavigtarmenn og konur í hinar ýmsu stöður. Við eigum söngfólk, landsliðsfólk í körfubolta, fótboltastjörnur, bekkpressu kempur úr Gym80, sundkennara, áhugaljósmyndara, veiðimenn og fleira og fleira, svona ef einhver er að spá í giggi.“

Sem stendur má því segja að enn sé á huldu hvaða erindi lögreglan hefur við þorrablótsnefndir, en það má greinilega fá liðstyrk úr röðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra, ef þorrablótinu ykkar vantar aðstoð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 2 dögum

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill telur að algrím Facebook sé gengið af göflunum – „Þetta er komið í algjöran ruslflokk“

Egill telur að algrím Facebook sé gengið af göflunum – „Þetta er komið í algjöran ruslflokk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar gerði Hauki ljótan grikk á Tenerife – „Mun tryggingafélagið borga ef það sér þetta myndband?“

Arnar gerði Hauki ljótan grikk á Tenerife – „Mun tryggingafélagið borga ef það sér þetta myndband?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“