Bókakonfekt Forlagsins heldur áfram í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39 í Reykjavík. Kvöldið er þriðja af fjórum en á þeim koma höfundar höfundar Forlagsins og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.
Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:00 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.
Upplestrar kvöldsins verða:
Gunnar Theodór Eggertsson – Vatnið brennur Guðmundur Andri Thorsson – Synir himnasmiðs Steinunn Sigurðardóttir – Skálds saga (Svanhildur Óskarsdóttir les) Bubbi Morthens – Föðurráð Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir – Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu Ævar Þór Benediktsson – Skólaslit 3: Öskurdagur Margrét Tryggvadóttir – Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum Svikaskáld – Ég er það sem ég sef Aðalbjörg Helgadóttir – Einmana