fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fókus

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“

Fókus
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 16:18

Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland og sigurvegari Miss Universe Iceland (MUI) árið 2024, tók um helgina þátt í stærstu fegurðarsamkeppni heims, Miss Universe, sem haldin var í Mexíkóborg á dögunum.

Var hún þar með fulltrúi Íslands í annað skipti á skömmum tíma en á haustdögum var hún boðsgestur á alþjóðlegum viðburði í Bandaríkjunum á vegum Smile Train sem eru góðgerðasamtök sem hjálpa börnum um allan heim sem fæðast með skarð í vör og þurfa læknisaðstoð og aðgerðir.

Mynd/Miss Universe
Mynd/Miss Universe

Þrátt fyrir að Sóldís hafi ekki komist í topp 30 af 130 þátttakendum þá var hún Íslandi til sóma, en metþáttaka var í keppninni í ár. Klæddist hún meðal annars búning innblásinn af íslensku jöklunum í þjóðbúningakeppninni. Danir lönduðu sínum fyrsta sigri í keppninni með sigri Victoriu Kjær Theilvig (21 árs).

Ljóst er að mikið hefur gengið á hjá íslenskum drottningum þessa dagana því um daginn hlaut Ungfrú Ísland 2022, Hrafnhildur Haraldsdóttir, titilinn Miss Earth – Air, í Maníla, Filippseyjum. Hún var fyrir keppnina talin sigurstrangleg þrátt fyrir að vera eingöngu tvítug að aldri.

Mynd/Miss Universe
Mynd/Miss Universe
Mynd/Miss Universe

Forstjóri og framkvæmdastjóri MUI, Manuela Ósk Harðardóttir, leynir ekki stolti sínu: „Það er alveg einstakt að Ísland sé með fulltrúa í tveimur alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum á nánast sama tíma og báðar alveg einstaklega góðir fulltrúar Íslands og Íslendinga. Þetta eru dætur okkar sem eru ungar að árum að stíga á stærstu sviðin og geisla.“

Sóldís Vala segist einnig vera reynslunni ríkari og í skýjunum með upplifunina: „Ég held að ég hafi eignast marga vini til æviloka enda þjappast hópurinn vel saman í knöppum undirbúningstímanum og allar hverjum við hvor aðra áfram. Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt.“

Mynd/Miss Universe
Mynd/Miss Universe

Skráning í Ungfrú Ísland 2025, undankeppni Miss Universe, er nú þegar hafin og lýkur þann 25. nóvember nk. Umsóknareyðublað er hægt að sækja á www.missuniverseiceland.com þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um keppnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Innlit í svakalega íbúðarbyggingu Söru Davíðs í Barein

Innlit í svakalega íbúðarbyggingu Söru Davíðs í Barein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiðurstónleikar The Highwaymen

Heiðurstónleikar The Highwaymen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“