Var hún þar með fulltrúi Íslands í annað skipti á skömmum tíma en á haustdögum var hún boðsgestur á alþjóðlegum viðburði í Bandaríkjunum á vegum Smile Train sem eru góðgerðasamtök sem hjálpa börnum um allan heim sem fæðast með skarð í vör og þurfa læknisaðstoð og aðgerðir.
Þrátt fyrir að Sóldís hafi ekki komist í topp 30 af 130 þátttakendum þá var hún Íslandi til sóma, en metþáttaka var í keppninni í ár. Klæddist hún meðal annars búning innblásinn af íslensku jöklunum í þjóðbúningakeppninni. Danir lönduðu sínum fyrsta sigri í keppninni með sigri Victoriu Kjær Theilvig (21 árs).
Ljóst er að mikið hefur gengið á hjá íslenskum drottningum þessa dagana því um daginn hlaut Ungfrú Ísland 2022, Hrafnhildur Haraldsdóttir, titilinn Miss Earth – Air, í Maníla, Filippseyjum. Hún var fyrir keppnina talin sigurstrangleg þrátt fyrir að vera eingöngu tvítug að aldri.
Forstjóri og framkvæmdastjóri MUI, Manuela Ósk Harðardóttir, leynir ekki stolti sínu: „Það er alveg einstakt að Ísland sé með fulltrúa í tveimur alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum á nánast sama tíma og báðar alveg einstaklega góðir fulltrúar Íslands og Íslendinga. Þetta eru dætur okkar sem eru ungar að árum að stíga á stærstu sviðin og geisla.“
Sóldís Vala segist einnig vera reynslunni ríkari og í skýjunum með upplifunina: „Ég held að ég hafi eignast marga vini til æviloka enda þjappast hópurinn vel saman í knöppum undirbúningstímanum og allar hverjum við hvor aðra áfram. Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt.“
Skráning í Ungfrú Ísland 2025, undankeppni Miss Universe, er nú þegar hafin og lýkur þann 25. nóvember nk. Umsóknareyðublað er hægt að sækja á www.missuniverseiceland.com þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um keppnina.