fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 14:41

Sölvi Tryggvason. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Sölvi Tryggvason er nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkasti Þvottahússins.

Í viðtalinu við Sölva fóru drengirnir um víðan völl, en eitt af því sem þeir ræddu talsvert var heiðarleiki og það hugrekki sem þarf til að vera heiðarlegur. Sölvi er búin að vera lengi viðriðinn fjölmiðlun og þegar hann hóf feril sinn í hlaðvarpi átti hann að baki langan og farsælan feril sem einn af vinsælustu fjölmiðlamönnum landsins. Í því samhengi barst talið einmitt að heiðarleika og hversu heiðarlegir starfsmenn hinna stóru fjölmiðla geta í raun verið án þess að þurfa að súpa seyðið af því. Hann vill meina að í stóru fjölmiðlunum sé oft stutt í sjálfsritskoðun og að fólk sveiflist með tíðarandanum í samfélaginu og eignarhaldi miðlanna. Það þurfi mikið hugrekki til að standa í lappirnar inni í umhverfi stórra stofnana.

Sölvi segist trúa því að fjölmiðlafólk vilji miðla sannleikanum og flestir sem hann hafi unnið með í fjölmiðlum séu harðduglegt úrvalsfólk. En við sjáum ekki okkar eigin blindu hliðar og allra síst ef við hrærumst í umhverfi þar sem ekki er verið að ýta stöðugt á okkur að reyna að finna þær.

Blinda hjá fjölmiðlum

Á undanförnum árum hafi blinda hliðin hjá fjölmiðlum því miður oft á tíðum stækkað mjög mikið og hlutleysið á köflum farið gjörsamlega ofan í klósettið. Covid-faraldurinn hafi gert ástandið mun verra, þar sem öllu sem ekki kom beint frá yfirvöldum hafi verið hent undir stóra „upplýsinga-óreiðu“ hattinn og beinlínis talað niður til fólks fyrir að hafa skoðanir sem hafi margar hverjar reynst hárréttar þegar rykið er sest. Svo hafi allt verið „vísindalega sannað” ef einhver hreyfði mótbárum.

Í þeirri umræðu bendir Sölvi á að það hafi gleymst að grunnur vísinda sé ekki að sanna, heldur að afsanna. Vísindi séu það sem er best vitað hverju sinni, en ekki algildur sannleikur. Að sama skapi sé hlutverk fjölmiðla ekki að vera málpípa yfirvalda, heldur þvert á móti að vera stöðugt að gagnrýna yfirvöld hverju sinni. Á meðan fjölmiðlar leiðrétti ekki eigin mistök eða slæleg vinnubrögð, en kasti þess í stað „upplýsinga-óreiðu” hettunni á alla sem voga sér að gagnrýna sé ekki nema von að traust til þeirra fari dvínandi. Oft á tíðum sé best að anda djúpt í magann áður en maður ákveður að eitthvað sé rétt og leyfa sér stundum að hafa ekki sterka skoðun fyrr en rykið er sest. Að sama skapi sé mikilvægt að umkringja sig fólki sem bendi manni á það hvar manns eigin blindu hliðar liggja. Þannig taki maður framförum og þroskist.

Segist hafa verið gerður að posterboy fyrir eitraða karlmennsku

Sölvi segir að hlaðvörp hafi gefið fjölmiðlabransanum aukna dýpt og meira rými. Í hlaðvörpun megi finna samtöl sem eigi sér stað á lengri tíma og í afslappaðra umhverfi ásamt því að þáttastjórnendur hlaðvarpa hafi í raun fullkomið frelsi til að mynda sér sínar eigin stefnur án þess að þurfa óttast efnahagslegt óöryggi.

Sölvi tók stökkið og stofnaði sitt hlaðvarp árið 2020 og skaust hratt upp á stjörnuhimininn með langmestu hlustun sem mælst hafði á íslenskum hlaðvörpum á þeim tíma. Tæpu ári eftir að hlaðvarpið fór í loftið varð hann fyrir fólskulegri mannorðs atlögu þar sem hann var sakaður um glæp sem annar maður framdi og sá maður hefur nú hlotið fangelsisdóm fyrir glæpinn. Málið setti líf Sölva bókstaflega á hliðina og hann var gerður að einskonar posterboy fyrir það sem margir kusu að kalla eitraða karlmennsku.

Sölvi segist hafa þroskast mikið í gegnum þessa lífsreynslu og búi í dag yfir auknum skilningi á samfélaginu og hafi auk þess orðið hugrakkari og opnari. Ferlið hafi auk þess fengið hann til að horfast í augu við eigin breyskleika og hvað hann gæti gert til þess að bæta sjálfan sig. Hann segist ekki hafa misst neina vini í þessu slaufunarferli og ef eitthvað er, eignast nýja og fleiri. Hann segist almennt hafa fundið fyrir miklum velvilja frá fólki í samfélaginu á meðan þessu stóð. En opinberlega hafi fáir látið í sér heyra, enda óttist fólk einfaldlega álit annara og kjósi frekar að gera ekkert en eiga sjálft á hættu að verða slaufað.

Aukin sjálfsábyrgð

Sölvi segir þá reynslu sem hann varð fyrir hafa hjálpað sér að stíga inn í aukna sjálfsábyrgð og horfa á hvað lífið sé að reyna að segja honum. Maður geti fyrst og fremst breytt sjálfum sér, en ekki öðru fólki og best sé að byrja þar til þess að hafa jákvæð áhrif. En að því sögðu segist hann eindregið þeirrar skoðunar að engin slaufun sé góð slaufun, ofbeldi sé ofbeldi sama hvaða búning það sé klætt í og að lykillinn að sátt sé að mæta meðbræðrum og systrum með kærleika og vera fús til að breytast, skipta um skoðanir og að taka uppbyggilegri gagnrýni.

Strákarnir tala í þættinum einnig um stöðuna í samfélaginu og á hvaða vegferð við séum sem samfélag. Sölvi vill meina að samfélagið sé á ákveðinn hátt í dáleiðslu þegar kemur að streitu, hraða og óheilbrigðum lífsstíl. Það að 70-80 þúsund Íslendingar taki kvíða-og þunglyndislyf sé eitthvað sem við þurfum að skoða og geti ekki verið eðlilegt. Á sama tíma hafi börnin okkar og unglingarnir aldrei tekið meira af lyfjum við athyglisbresti, kvíða, svefnleysi og lífsstílstengdum kvillum.  Það sé augljóst að við séum á einhvern hátt á rangri vegferð sem samfélag. Í raun sé spurning hvort hugtakið lífsstílssjúkdómur sé ekki orðið úrelt og nær væri að fara að tala um samfélagssjúkdóma. Á sama tíma og við séum að keppast við að bera okkur vel og halda uppi góðri ímynd sé augljóst að vanlíðanin í samfélaginu okkar sé gríðarleg. Það er sagt að skilgreiningin á geðveiki sé meðal annars að halda áfram að gera sama hlutinn en búast við annarri niðurstöðu. Þess vegna þurfi að taka umræðu um hvort við eigum ekki að setjast að teikniborðinu og skilgreina upp á nýtt hvernig við getum snúið vegferðinni í aðra átt þegar kemur að því að auka heilbrigði hjá fólki.

Í dag er Sölvi aftur komin á flug með sína hlaðvarpsþætti og aftur farin að fá til sín gesti í áhrifastöðum í samfélaginu. Hann segir það hafa gerst hægt og rólega en gangi nú vel og ástríðan komin til baka. Aðgang að öllum þáttum hans má finna á heimasíðu Sölva: solvitryggva.is

Horfðu á viðtalið hér að neðan eða hlustaðu á Spotify

Auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Greinin er aðsend frá Alkastinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn