fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 18:30

Sabrina Carpenter í krikjunni sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Gigantiello, prestur í kirkju einni í New York í Bandaríkjunum, hefur verið rekinn í kjölfar rannsóknar sem hófst eftir að hann hleypti popptónlistarkonunni Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna.

Carpenter og fólk á hennar vegum fóru þess á leit að fá að taka upp tónlistarmyndband í kirkjunni, Our Lady of Mount Carmel Church, og varð Jamie við þeirri beiðni. Þetta átti sér stað í október í fyrra og var myndbandið við lagið Feather.

Í frétt BBC kemur fram að Rómversk kaþólska kirkjan í Brooklyn hafi litið málið alvarlegum augum, enda þótti myndbandið býsna ögrandi. Sést Sabrina meðal annars dansa við altarið í svörtu stuttu pilsi.

Víðtækari rannsókn hófst á störfum prestsins í kjölfarið og kom þá í ljós að hann hafði notað kreditkort kirkjunnar í eigin þágu. Á árunum 2019 til 2021 hafi hann einnig millifært fjármuni úr sjóðum kirkjunnar á fyrrverandi starfsmann Eric Adams, borgarstjóra New York-borgar.

Gigantiello hefur látið hafa eftir sér að hann hafi sýnt dómgreindarbrest þegar hann leyfði Carpenter að taka upp myndbandið í kirkjunni. Hann hefur ekki svarað opinberlega fyrir óleyfilega meðferð á fjármunum kirkjunnar en gæti þurft að gera það fyrir dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Í gær

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt á réttri leið hjá Kjartani Má

Allt á réttri leið hjá Kjartani Má
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentínu vart hugað líf eftir alvarlegt slys: Var hreyfihömluð á vinstri handlegg en upplifði annað kraftaverk 5 árum seinna

Valentínu vart hugað líf eftir alvarlegt slys: Var hreyfihömluð á vinstri handlegg en upplifði annað kraftaverk 5 árum seinna