fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 08:53

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Ariana Grande hefur verið á fullu að kynna nýju stórmyndina Wicked, en hún fer með aðalhlutverk í söngleiknum ásamt Cynthiu Erivo.

Útlit leikkonunnar hefur vakið talsverða athygli en hún virðist hafa grennst verulega við tökur myndarinnar, en netverjar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af henni. Sérstaklega eftir að myndir af henni fyrir frumsýningu myndarinnar í Sydney í Ástralíu fyrr í mánuðinum.

Mynd/Getty Images

Sumir hafa bent á að báðar leikkonunnar virðast hafa grennst í þessu ferli, en tökur byrjuðu í desember 2022 og lauk í janúar 2024.

Ariana Grande og Cynthia Erivo. Mynd/Getty Images

„Ég elska Ariönu og mér finnst fólk ekki eiga að segja eitthvað um líkama annarra, en það er ekki séns að þú getir horft á hana og haldið að hún sé heilbrigð,“ sagði einn netverji.

„Ariana virkar mjög brothætt,“ sagði annar.

„Ég veit að hún hefur verið grönn allt sitt líf en að sjá hana núna veldur mér áhyggjum,“ sagði annar.

Ariana Grande árið 2018. Mynd/Getty Images

Báðar leikkonunnar hafa sagt í viðtölum að þær hafi keyrt sig út við tökur og að þetta hafi verið mjög mikil vinna.

Svaraði aðdáendum í fyrra

Aðdáendur hafa verið áhyggjufullir um Ariönu um skeið og svaraði hún þeim í fyrra eftir að myndir af henni fóru í dreifingu.

„Ég veit að fyrir mig, persónulega, þá er líkaminn sem þið hafið verið að bera saman við líkamann minn núna, óheilbrigðasta útgáfan af honum,“ sagði Ariana um gömlu myndirnar af líkama hennar sem fólk var að bera saman við myndirnar sem voru í dreifingu.

„Ég var á mörgum þunglyndislyfjum, drakk áfengi og var að borða illa. Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þegar ég var í þeim líkama sem þið lítið á sem „heilbrigðan.“ Því þetta var ekki heilbrigt fyrir mig,“ sagði hún.

@arianagrande♬ original sound – arianagrande

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul