fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 21:30

Anna Gunndís Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona segir þá minningu greipta í huga sér þegar foreldrar hennar misstu hús sitt þegar hún var barn og áttu 5.000 krónur til að flytja fjölskylduna búferlum. 

 „Það var kreppa í kringum 1994. Þau byggðu hús 1974 og missa það þegar ég er sirka tólf ára.  Þessi mynd er greipt í huga mér, að mamma og pabbi áttu fimm þúsund kall til að flytja. Það er ekki góður staður að vera á,“ segir Anna Gunndís í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1.

Fjölskyldan var stór, sjö systkini og Anna Gunndís yngst. Sem yngsta barn segist hún hafa lært að lifa af. „Ég lamdi þau alveg, jafnvel meira en þau mig. Það var slagur um kexpakkana. Vinum systkina minna fannst ég dúlla svo ég fékk að vera með, en þeim fannst ég óþolandi,“ segir Anna Gunndís sem segir systkini ekki alltaf hafa viljað leyfa henni að vera með. Foreldrar hennar fluttu suður til Reykjavíkur eftir að þau misstu hús sitt, en Anna Gunndís varð eftir á Akureyri hjá móðursystur sinni og manninum hennar.

Anna Gunndís bjó með eiginmanni sínum og börnum í Bandaríkjunum, en þau fluttu heim aftur fyrir ári og búa í Reykjavík.

Áfall þegar bróðir hennar lést

Fjölskyldan tókst á við mikið áfall þegar bróðir Önnu Gunndísar, Sigurður Guðmundsson, lést skyndilega fyrir tveimur árum, 53 ára að aldri. Sigurður var búsettur í Sambíu ásamt konu og tíu mánaða gömlu barni þeirra og tók tíma að fá hann og fjölskyldu hans til landsins og því var útförin ekki fyrr en níu vikum eftir andlát hans.

„Þegar hann fer hættir allt að skipta máli. Manni er skítsama um einhvern feril eða hvað verður, það er bara einn dagur í einu. Þegar þú missir systkini gerir sér enginn grein fyrir skarðinu sem er hoggið í fjölskyldu og svo býstu aldrei við svona. Það þarf auðvitað einhver að fara fyrstur og við urðum öll mjög lífhrædd, fórum til hjartalæknis,“ segir Anna Gunndís. Líklegt er að Sigurður hafi fengið blóðtappa og við skoðun ættingja hans hjá lækni kom í ljós að það voru hjartasjúkdómar í fjölskyldunni.

Anna Gunndís segir útförina hafa verið geggjað og í anda bróður síns, en tíminn frá andláti hans hafa verið afar erfiðan.

„Við vorum búin að fara í gegnum svo marga dali, búin að drekka amarúla, gráta og hlæja. Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni.“

Hlusta má á viðtalið við Önnu Gunndísi í heild sinni hér, en nóg er framundan hjá henni. Hún hefur nýlokið við skrif á teiknimynd og er með tvö önnur verkefni í gangi hjá framleiðslufyrirtækinu Act4, er búin að skrifa undir samning hjá Bókabeitunni um að skrifa bók og einnig langar hana að gera bíómynd um manneskju í fjölskyldu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Í gær

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt á réttri leið hjá Kjartani Má

Allt á réttri leið hjá Kjartani Má
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentínu vart hugað líf eftir alvarlegt slys: Var hreyfihömluð á vinstri handlegg en upplifði annað kraftaverk 5 árum seinna

Valentínu vart hugað líf eftir alvarlegt slys: Var hreyfihömluð á vinstri handlegg en upplifði annað kraftaverk 5 árum seinna