Samtals kostaði þetta 5.960 krónur.
Konan birti mynd af reikningnum í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.
„Við fórum inn á stað í miðbæ. Fengum okkur tvo kaffi, tvær druslu kökur, þær einu sem voru í boði. Við fengum nett áfall þegar er við borguðum reikning en hann var upp á tæpar 6000 krónur,“ segir hún og bætir við:
„Þetta er ekki í lagi hér heima.“
Netverjar hafa skrifað við færsluna og taka margir undir að þetta sé dýrt, en það sé ekki endilega við kaffihúsið að sakast.
„Sammála, dýrt úr vasa. EN ekki kannski til þeirra. Hráefni, þjónn, rafmagn og fleira sem þetta þarf að standa undir. Það er bara dýrt að leyfa sér í dag á Íslandi, því miður,“ segir einn.
„Það er bilun að tvær kökusneiðar kosti næstum fjögur þúsund krónur,“ segir annar.
Ein kona bendir á Kastalakaffi, sem er kaffihús til styrktar Rauða krossinum.
„Við fórum tvö á sunnudaginn á Kastalakaffi, eins og stundum. Keyptum tvo bolla (þeir voru stórir) af heitu súkkulaði með rjóma og tvær stórar tertusneiðar, rjómi var valkostur. Þetta kostaði 3.670 kr ef ég man rétt. Mæli með.“