fbpx
Miðvikudagur 20.nóvember 2024
Fókus

Bjarni saknar Katrínar mest

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson segir að hann muni sakna Katrínar Jakobsdóttur mest úr þingflokki VG fari svo að flokkurinn falli út af þingi. Þeim hafi verið vel til vina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skemmtiþættinum Af vængjum fram sem birtur var í dag á Vísi.

Þar spyr fréttamaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson leiðtogastjórnmálaflokkanna spjörunum úr á meðan þeir borða kjúklingavængi með sífellt sterkari kjúklingasósu.

Meðal eins liðs í þáttunum að þessu sinni eru hraðaspurningar. Þar spyr Oddur Bjarna í nýjasta þættinum að því hvers hann muni sakna mest úr þingflokki VG af þingi. „Katrín var góður vinur minn í þinginu,“ segir Bjarni þá. Bjarni og Katrín voru líkt og alþjóð veit saman í ríkisstjórn í sjö ár. Löngum hefur því verið haldið fram að náin vinátta þeirra og traust þeirra má milli hafi fyrst og fremst haldið ríkisstjórninni saman.

Eins og alþjóð veit féll ríkisstjórnin örfáum mánuðum eftir að Katrín steig til hliðar sem forsætisráðherra og skellti sér í forsetaframboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?