Stórleikarinn Tom Hanks segir að samkvæmt hans reynslu hafi tíminn í kringum 35 ára aldurinn verið erfiðasta skeið lífs hans. Í viðtali á dögunum, í tilefni af frumsýningu myndarinnar Here, sagði Hanks að um þetta leyti hafi líkamleg hreysti hans byrjað að dvína og hann hafi verið með allt of mikið á sinni könnu, í vinnu og einkalífinu.
Hanks er í dag 68 ára gamall og segir að mörgu leyti sé hann í betra formi í dag en þegar hann var 35 ára. Ástæðan er sú að hann fái nægan svefn og hafi tíma til að sinna sjálfum sér betur, bæði hvað varðar hreyfingu og næringu.
„Lífið er svo mikil byrði,“ sagði Hanks.
Í áðurnefndri kvikmynd leikur Hanks á móti leikkonunni Robin Wright sem að fór með aðalhlutverkið á móti honum í stórmyndinni Forrest Gump fyrir rúmum 30 árum. Akkúrat eiginlega á þeim tíma sem Hanks var hvað bugaðstur!