fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Ástæða þess að hún fer alltaf í hettupeysu í flugvél

Fókus
Laugardaginn 2. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peyton Reese Nelson fer aldrei í flugvél án þess að vera í hettupeysu og munu eflaust einhverjir spyrja sig hvers vegna í ósköpunum. En fyrir því eru góðar og gildar ástæður eins og Peyton útskýrði í myndbandi sem hún birti á TikTok og vakti mikla athygli.

„Ég sá einu sinni myndband á TikTok þar sem stelpa sat í sætinu sínu með hettuna yfir höfðinu. Þetta gerði hún svo að hárið á henni myndi ekki snerta sætisbakið,“ segir Peyton í myndbandinu.

Í umfjöllun News.com.au kemur fram að flugvélasæti séu ekki beint hreinustu staðirnir í flugvélunum – hvað þá höfuðpúðarnir sem missveittir hnakkar hvíla á.

„Flugvélar geta verið ógeðslegar en ef ég er í hettupeysu þarf ég allavega ekki að þvo mér um hárið þegar ég lendi,“ segir Peyton.

Óhætt er að segja að myndband hennar hafi vakið mikla athygli og hafa um 1,4 milljónir manna horft á það á TikTok. Meira að segja ein flugfreyja sagði að þetta væri bráðsnjallt ráð. Aðrir sögðu að það væri hægt að nota ráðið á fleiri stöðum, til dæmis í kvikmyndahúsum, lestum eða strætisvögnum.

Peyton gaf áhugasömum fleiri ráð og benti á að af sömu ástæðu og hún fer í hettupeysu í flugvél væri kannski ekki sniðugt að vera í stuttbuxum eða pilsi.

@peytonreesenelson never not traveling in a hoodie #travelhack #traveltok ♬ original sound – Peyton Reese Nelson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af