Henny er með yfir 106 þúsund fylgjendur á miðlinum. Hún birti á dögunum myndband þar sem hún sagði Íslendinga dæma ferðamenn ef þeir kaupa vatn.
„Íslendingar munu dæma þig fyrir þessi litlu mistök sem ferðamenn gera þegar þeir heimsækja landið,“ segir hún.
„Þannig ef þú ætlar einhvern tíma að ferðast til Íslands, ekki gera þetta […] Ef þú sleppir því að gera þetta þá kemurðu í veg fyrir að hver einasta manneskja í versluninni dæmir þig.“
„Ekki kaupa vatn í flöskum á Íslandi. Kauptu þér frekar vatnsbrúsa og fylltu á hann, því það er frítt vatn alls staðar, því vatnið í krönunum er sama vatn og í flöskunum. Sama vatnið og þú ert að borga fyrir, vatn sem þú getur fengið frítt.“
@hensybensy Iceland is expensive so why would you waste money on something you can literally get for free and its the same. #🇮🇸 #icelandadventure ♬ original sound – H E N S Y B E N S Y🌈
Myndbandið hefur fengið yfir 75 þúsundir áhorfa og hafa tæplega fimm þúsund manns líkað við það.
Fjöldi manns hafa einnig skrifað við það og segist ein kona vera að heimsækja Ísland. „Ég er núna á Íslandi og ég held að Íslendingar muni dæma þig fyrir hvað sem er, ekki vinalegasta fólkið,“ sagði hún.
„Ég get staðfest þetta! Að sjá ferðamenn labba út úr verslun með tugi lítra af vatni er ruglað,“ sagði ein íslensk kona.