fbpx
Mánudagur 18.nóvember 2024
Fókus

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Fókus
Mánudaginn 18. nóvember 2024 08:19

Ólafur Ingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi er fimmtugur faðir, bifvélavirki og kennari sem á stóra sögu áfalla, sorga og sigra. Hann er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Ólafur ólst upp í litlu sjávarþorpi þar sem börn fengu að leika sér frjáls og njóta þess að vera börn.

„Ég átti æðislega æsku í raun. Við vinirnir lékum okkur úti, það var alltaf einhver mamman heima sem sá þá um að gefa okkur að borða en þegar ég kom heim var ég yfirleitt skammaður fyrir eitthvað eða látið eins og ég væri ekki,“ segir hann.

Þegar skólaganga hófst fann hann að hann passaði ekki inn. Honum fannst erfitt að vera kyrr og fara eftir reglum.

Missti föður sinn

Ólafur missti föður sinn aðeins þrettán ára gamall.

„Ég man að mamma kom til mín og sagði að ég þyrfti ekki að fara í skólann daginn eftir en ég skyldi ekki af hverju það væri verið að klína þessu upp á mig. Við höfðum aldrei talað um tilfinningar.“

Faðir Ólafs var alkóhólisti og tók hann þátt í feluleiknum sem fylgir þeim fjölskyldusjúkdómi, eðlilega.

„Ég áttaði mig auðvitað ekki á því að hann hafi verið alkóhólisti fyrr en seinna því það voru ekki læti og ofbeldi heima,“ segir hann.

„Ég fór inn í unglingsárin og byrjaði ungur að drekka með vinunum og það var mikið partýstand. Ég er einn af þessum heppnu sem rétt slapp held ég, hefði alveg geta endað hinum megin, í neyslu, en það slapp.“

„Ég var aldrei spurður“

Ólafur lýsir því hvernig hann hafi aldrei staðið með sjálfum sér eða vitað almennilega hvað hann vildi. Hann fylgdi bara því sem var samfélagslega samþykkt.

„Ég eignaðist kærustur. Ein sagði við mig að það væri eðlilegt að byrja að búa svo við gerðum það svo sagði hún að maður ætti að eignast barn svo við gerðum það og svo að lokum sagði hún að það væri eðlilegt að hætta saman, svo við gerðum það. Ég var aldrei spurður og hafði svosem ekkert um málin að segja, ég flaut bara með.“

Það var ekki fyrr en Ólafur var 45 ára og fór á al-anon fund að hann fann félagsskap sem hann fann sig smellpassa inn.

„Ég mætti á fundinn og hélt að þetta væri eitthvað svindl því þarna var fólk að lýsa mér og mínum tilfinningum,“ segir hann.

„Hún endaði sitt líf“

Á tímabili var Ólafur svo veikur andlega að hann hugleiddi sjálfsvíg daglega og getur því skilið þá vanlíðan sem fólk glímir við.

„Elsta dóttir mín varð svo líka mjög veik á einum tímapunkti sem endaði með því að hún endaði sitt líf. Ég gat fyrirgefið henni eða skilið hennar ákvörðun þrátt fyrir þennan hrikalega sársauka sem fylgdi því ég veit hvernig það er að líða svona,“ segir hann.

„Ég fann mína hjálp í al-anon og einnig fékk ég eins konar skýringar á mörgu þegar ég komst að því að ég væri á einhverju einhverfu rófi. Það útskýrir margt. Ég bað þá konuna mína, fyrrverandi, um skilning og að ég þyrfti aðstoð en hún sagði nei og vildi skilnað.“

„Fór að skilja sjálfan mig“

Læknir sagði Ólafi að innra með honum væru tvö öfl að takast á. Adhd sem fær hann til að bregðast við, fá hugmyndir og framkvæma og svo einhverfa sem vill hafa allt í röð og reglu.

„Ég fór að skilja sjálfan mig betur og geta komið til móts við mig án þess að rakka mig niður,“ segir hann.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað gerist þegar maður hættir á Ozempic? Ný rannsókn varpar ljósi á það

Hvað gerist þegar maður hættir á Ozempic? Ný rannsókn varpar ljósi á það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Notaleg kvöldstund fyrir bókaáhugafólk – Bókakonfekt í beinu streymi

Notaleg kvöldstund fyrir bókaáhugafólk – Bókakonfekt í beinu streymi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“