„Þetta er fyrir konur, 18 ára og eldri, sem þurfa á meiri sjálfsvirðingu og sjálfstrausti að halda. Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í, eða fara alltaf í sama farið, sama hversu oft þær reyna að gera það ekki,“ segir Sara Lind og bætir við að hægt sé að líta einnig á þetta sem námskeið.
Sara Lind var gestur í Fókus, spjallþætti DV, fyrr í nóvember og ræddi um ástar- og kynlífsfíkn.
„Ég hef sjálf verið í þessum sporum og þurfti að gera mikla sjálfsvinnu til þess að komast á staðinn sem ég er á í dag og vil þar af leiðandi miðla minni reynslu,“ segir hún.
Sjá einnig: Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“
Á námskeiðinu fer Sara Lind djúpt í saumana á þessu öllu saman og fer yfir ýmis verkfæri sem konur geta nýtt sér til að öðlast heilbrigðari ást við sjálfar sig og aðra.
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við verslunina Sassy og verður við Dalveg 30. Hægt er að kaupa miða á Tix.is