fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Fókus
Mánudaginn 18. nóvember 2024 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sýnir styrk sinn í kosningamyndbandi Sjálfstæðisflokksins sem vakið hefur töluverða athygli.

Á Facebook-síðu flokksins má sjá Bjarna taka bekkpressu með kraftlyftingamanninum og fasteignasalanum Júlían J.K. Jóhannssyni, en Júlían skipar 13. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

Í færslu flokksins kemur fram að Bjarni reyni að lyfta einu kílói „fyrir hvern milljarð sem Samfylkingin boðar í skattahækkanir” eins og það er orðað pent.

Í byrjun sést Bjarni lyfta 60 kílóum og gera það mjög auðveldlega. Hann færir sig svo upp í 70 kíló og svo 80 kíló og klárar báðar þyngdir með stæl. „Þetta er enn þá light weigt,” segir Bjarni svo þegar hann reynir við og klárar 90 kílóin.

Bjarni er augljóslega enginn aukvisi þegar kemur að lyftingum því í myndbandinu sést svo þegar hann rífur 100 kíló upp í tvígang. Róðurinn fór þó að þyngjast í næstu þyngd fyrir ofan.

„Nú erum við að fara í 110 og það eru svona efri mörkin á þessum skattahækkanatillögum og það er auðvitað bara rugl að láta sér detta það í hug. En ég ætla samt að reyna við þetta hér og þó að ég geti mögulega lyft þessu þá held ég að það væri þvæla fyrir þjóðina að fá þá skatta í andlitið,” sagði Bjarni.

Skemmst er frá því að segja að hann kom 110 kílóunum ekki upp þrátt fyrir tvær tilraunir.

„Þetta eru bara of miklar skattahækkanir,” sagði hann í kjölfarið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Bjarni reynir fyrir sér í bekkpressu því hann gerði það árið 2021 og þá gat hann komið 120 kílóum upp. Bjarni hafði sagt í viðtali í Brennslunni á FM957 að hann gæti lyft 120 kílóum en einhverjar efasemdarraddir fóru á kreik. Varð það til þess að hann birti myndband af sér í ræktinni sem sönnunargagn.

Miðað við nýjasta bekkpressumyndbandið er Bjarni því aðeins farinn að gefa eftir í bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“