fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 10:30

Valentína Hrefnudóttir. Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum ræðir hún um fortíð sína, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag. Mikið hefur gengið á í lífi Valentínu, hún hefur glímt við átröskun og fíknivanda en náði bata og er í dag edrú og heilbrigð.

Valentína ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Átröskunin leið til að passa inn

Eftir erfiða grunnskólagöngu fór Valentína í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var á þeim tíma orðin mjög veik af átröskun.

„Mamma hjálpaði mér að fá hjálp við því, sem gerði mjög mikið fyrir mig. Ég hefði örugglega aldrei sagt frá því,“ segir hún. Átröskunin var hennar leið að passa inn í hópinn.

„Ég var lögð í ákveðið einelti, ég var stærri en hinar stelpurnar og fór mjög snemma á kynþroska og var komin með allar þessar línur og brjóstin mætt og allt þetta, þetta hafði ákveðin áhrif á mig, þessi orð sem ég þurfti að heyra um mig. Ég hafði líka fengið að heyra þau í æsku. Þannig þetta var alltaf að koma aftur og aftur, og á einhverjum tímapunkti hugsaði ég: „Ef ég breyti mér þá geta þau ekki sagt þessa hluti lengur.“ En þetta virkar náttúrulega ekki þannig, maður veit það í dag, en ekki sem barn.“

Valentína Hrefnudóttir. Mynd/DV

Valentína segir að þetta hafi verið eins konar mynstur hjá henni, að reyna að „laga“ það sem var „að“ henni, það sem aðrir sögðu að væri að henni.

Í þættinum opnar Valentína sig einnig um ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku og ákvörðun hennar um að kæra blóðföður sinn.

Sjá einnig: Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Var meira og minna inni á geðdeild

Á þeim tíma sem Valentína sótti Kvennaskólann var hún einnig byrjuð í neyslu sem ágerðist með árunum. Hún var lengi að átta sig á að hún ætti við vandamál að stríða, en hennar neysla snerist ekki um að fara út á lífið og djamma, heldur komast í gegnum daginn og lifa af.

„Ég mætti nokkuð vel og átti fína vini, en á öðru árinu var ég orðin rosalega slæm, varðandi neyslu og andlegu hliðina,“ segir hún.

„Ég var inn og út af geðdeildum, ég segi alltaf, það voru ákveðin ár, 2016 og 2017, ég man ekkert annað en að vera inni á geðdeild.“

Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

Valentína segir að hún eigi margar innlagnir á geðdeild í gegnum árin, um átján samtals, þar af um tólf til þrettán innlagnir á árunum 2016 og 2017.

„Ég var byrjuð að upplifa mikið af geðrofum. Ég fór fyrst á Bugl, því ég var undir átján ára, en degi eftir að ég varð átján var ég send á geðdeild,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið send á fíknigeðdeild því það var ekki laust fyrir hana á þeirri almennu. Á þeim tíma vissi enginn að hún væri að glíma við fíknivanda, en þarna var hún nýorðin átján ára, umkringd eldri og reynslumeiri einstaklingum sem deildu sama vanda.

Aðspurð hvenær það hafi komist upp að hún væri í neyslu segir hún: „Þegar ég sagði frá.“

Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

Spiluðu á spilakvöldi

Valentína byrjaði að sækja AA-fundi. Ekki fyrir sjálfa sig, heldur hafði hún kynnst edrú vinahópi fyrir einskæra tilviljun og kom þeim öllum vel saman. Hún rifjar upp fyrsta skiptið sem hún fór á spilakvöld með þeim, en í hennar huga voru „spilakvöld“ bara afsökun til að djamma og fá sér. Hún bjóst ekki við því að sjá fólkið sitja við borð með Monopoly fyrir framan sig og ætla að spila. Hún komst þá að því að þau voru öll edrú og þau buðu henni með sér á AA-fund áður en hópurinn færi í bæinn.

Valentína hélt áfram að drekka og nota en þarna var fræi sáð sem átti eftir að blómstra.

Horfðu á brot úr þættinum hér að ofan, smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Valentínu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Hide picture