fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Valentínu vart hugað líf eftir alvarlegt slys: Var hreyfihömluð á vinstri handlegg en upplifði annað kraftaverk 5 árum seinna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 16. nóvember 2024 10:30

Valentína Hrefnudóttir lenti í alvarlegu bílslysi fyrir fimm árum. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum ræðir hún um fortíð sína, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag.

Fyrir fimm árum lenti Valentína í alvarlegu bílslysi. Í tvo daga var henni vart hugað líf og var það kraftaverk þegar hún vaknaði úr dái. Hún var lengi að jafna sig og var hreyfihömluð á olnboga í fimm ár, allt þar til hún var á æfingu í sumar og eitthvað small.

Valentína ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Valentína var að keyra frá Akureyri til Reykjavíkur að sumarkvöldi árið 2019. „Á heiðinni, rétt eftir Staðarskála, var möl á veginum. Það togaðist í stýrið og ég togaði til baka. En þegar þú ert á möl og togar í stýrið þá vitum við að það verður velta, og ég tók átta veltur og lenti undir bílnum,“ segir hún.

„Ég var að keyra, þannig ég fór undir bílinn og bíllinn lenti ofan á mér á hliðinni.“

Alvarlegir áverkar

Valentína hlaut alvarlega áverka. „Eitt lungað rifnaði, hitt féll saman, ég fékk mjög stórt lungnamar, sem sést ennþá,“ segir hún og bætir við að það sé ótrúlegt að það sjáist enn eftir allan þennan tíma.

„Sem gerir að verkum að ég verð móðari aðeins hraðar og lungun mín eru aðeins viðkvæmari. En ég brotnaði lítið, ég brotnaði á þremur stöðum, í úlnliðnum á hægri og svo fór ég úr lið á vinstri olnboga. Svo voru það litlir hlutir, skorin eftir glerið og svona. En ég var heppin að ég fékk enga höfuðáverka.“

Valentína Hrefnudóttir. Mynd/DV

Kraftaverk að hún lifði af

Valentína man ekkert eftir slysinu. Næsta sem hún man er að hún vaknaði í sjúkrarúminu. Hún var í dái á gjörgæslu í tvo daga og var um tíma ekki vitað hvort hún myndi lifa af.

„Það var eiginlega smá kraftaverk að það hafi gerst, fólk var ekki að búast við því,“ segir hún.

Valentína segir að þetta hafi reynst henni afar þungbært, en fyrir móður hennar hafi þetta verið sérstaklega erfitt. „Hún fékk símtal klukkan eitt um nóttina, þegar hún var sofandi, um að ég hafi lent í bílslysi og að staðan væri tvísýn.“

Við tók erfitt tímabil en bataferlið var langt og strangt. Valentína var í gifsi á báðum handleggjum í nokkra mánuði. „Og svo var ég mjög lengi að jafna mig eftir það, var óvinnufær og mátti ekki fara í ræktina í tíu til ellefu mánuði. Ég var bara heima.“

Valentína var í gifsi á báðum höndum í nokkra mánuði.

Vildi ekki fara heim með apótekið með sér

Læknarnir ætluðu að útskrifa hana fyrr af spítalanum en hún bað um að fá að liggja lengur inni, en á þeim tíma var hún búin að vera edrú í fimm mánuði.

„Þau ætluðu að útskrifa mig heim og með apótekið með mér,“ segir Valentína. Hún íhugaði málið og ræddi við vini sína og komst að þeirri niðurstöðu að það væri betra að vera lengur á spítalanum. „Ég vildi trappa mig niður af ákveðnum lyfjum,“ segir hún.

Mánuði seinna var hún útskrifuð og komin á vægari lyf, en samt sem áður á sterkum lyfjum sem hægt væri að misnota. „Ég var ákveðin að fara frekar í apótekið á tveggja daga fresti heldur en viku eða mánaðarfresti, því ég treysti mér ekki til að vera með of mikið [af lyfjum heima].“

Á þessum tíma var Valentína með báða handleggi í gifsi. „Ég labbaði samt í apótekið annan hvern dag, með ónýt lungu,“ segir hún, en svo miklu máli skipti edrúmennskan hana.

Valentína er með ör eftir aðgerð.

Óvænt kraftaverk

Eftir slysið var Valentína hreyfihömluð á vinstri olnboga. Hún gekkst undir tvær aðgerðir sem hjálpuðu en hún gat aldrei rétt almennilega úr handleggnum, hann var alltaf fastur í 45 gráðum.

Valentína lærði að lifa með því og þurfti að vera mjög frumleg þegar kom að æfingum. En allt í einu, þegar hún var á æfingu í sumar, gerðist eitthvað.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@valentinahrefnudottirVæmið dæmi &lt33♬ Fly Me to the Moon – Piano Instrumental

„Af einhverjum ástæðum var ég að taka mig upp á æfingu. Ég ætlaði ekki að gera það en ákvað að gera það bara og eiga efnið til að nota seinna á samfélagsmiðlum,“ segir hún.

„Mjög heppin að hafa verið að taka upp þegar allt í einu […] tók ég eftir því að höndin mín var bara bein.“

Valentína segir að hún hafi ekki fundið fyrir neinum verk, bara allt í einu fann hún fyrir létti í handleggnum.

„Þá tók ég eftir því að höndin væri bein og ég fór í sko… eins og myndbandið, ég gleymdi að ég væri að taka upp. Þannig þetta voru pjúra viðbrögð af mér í algjöru sjokki og blackout-i, fullt af fólki í kring og ég var þarna grátandi,“ segir Valentína brosandi.

Horfðu á brot úr þættinum hér að ofan, smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Valentínu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag

Manst þú eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Hide picture