fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Fókus
Laugardaginn 16. nóvember 2024 19:00

Ferðamenn við Skógarfoss. Mynd: Valli. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega varpaði Íslendingur fram þeirri spurningu til landa sinna á samfélagsmiðlinum Reddit hvaða staðreyndir um Ísland hljómi eins og algjört bull í eyrum útlendinga. Óhætt er að segja að færslan hafi fengið mikil viðbrögð og svörin eru eins fjölbreytileg og þau eru mörg og vegna fjöldans er hér aðeins hægt að taka nokkur dæmi.

Einn svarandi vísaði til þess að oftast eru Íslendingar ekkert að flýta sér að gefa nýfæddum börnum sínum nafn og bíða þar til skírn eða annars konar athöfn hefur farið fram þegar barnið er orðið a.m.k. nokkurra vikna ef ekki mánaða gamalt:

„Að íslensk smábörn eru oftast alveg nafnlaus í nokkra mánuði.“

Einn tekur undir þetta og segist hafa orðið hissa að þetta væri ekki jafn algengt í öðrum löndum:

„Ég er lowkey mindblown að þetta sé ekki thing víðar.“

Annar svarandi bendir á persónulegu reynslu sína af því þegar hann greindi útlendingi frá hversu auðvelt væri að rekast á frægt fólk á Íslandi:

„Var einu sinni kallaður lygari því ég sagðist hafa verið í heitum potti með Björk.“

Enn annar vísaði til sögu af Einari Benediktssyni skáldi og athafnamanni:

„Að einum manni tókst að selja norðurljósin… tvisvar.“

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur þó áður sagt að sagan um að Einar Benediktsson hafi selt norðurljósin sé flökkusaga sem eigi sér ekki stoð í neinum heimildum.

Jólakötturinn og lífvarðalaus forseti

Einn svarandi fullyrðir að útlendingar eigi bágt með að trúa því að jólakötturinn sé hluti af jólahaldi Íslendinga:

„Jólakötturinn. Þú getur útskýrt 13 hrekkjótta jólasveina no problem. Grýla og Leppalúði fá svona semi „oooookay“ viðbrögð. Jólakötturinn virðist vera ‘step too far’ og fólk hættir snarlega að trúa neinu sem þú sagðir.“

Annar einstaklingur svarar þessu svari á ensku. Hann segist þvert á móti kunna vel að meta jólaköttinn og segir köttinn vera bestu jólagoðsögu í heimi.

Einn aðili minnist á nokkuð sem hefur oft verið minnst á þegar talið berst að því hvað útlendingum finnist skrítið við Ísland en það er að forsetinn fari yfirleitt sinna ferða án mikillar eða nokkurrar öryggisgæslu. Annar einstaklingur segir persónulega sögu af þessu:

„Já, ég var á landsmóti skáta í sumar og útlensku Skátarnir trúðu því ekki þegar ég sagði þeim að Guðni hefði labbað upp að okkur, heilsað okkur og síðan bara farið. Alveg einn á ferð.“

Að lokum má nefna eitt dæmi sem hefur ansi mikið að segja á Íslandi en kemur fólki í öðrum löndum yfirleitt spánskt fyrir sjónir:

„Verðtrygging, það er ekki hægt að útskýra nema að hljóma eins og einhver með heilaskaða.“

Undir þessu svari eru síðan afar líflegar umræður um verðtrygginguna.

Umræðuna í heild er hægt að lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins