fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Allt á réttri leið hjá Kjartani Má

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. nóvember 2024 14:30

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur verið í veikindaleyfi eftir að hafa greinst með krabbamein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur verið í veikindaleyfi að undanförnu eftir að hafa greinst með krabbamein. Í opinni Facebook-færslu fyrr í dag upplýsti Kjartan Már um hvernig staðan hjá honum er og sagðist hafa kosið að gera það eftir að hafa fengið fjölda spurninga um hvernig hann hefði það og um stöðuna á sjúkdómnum. Kjartan Már segist vera að braggast og stefnir á að snúa aftur til starfa í upphafi næsta árs.

Í færslunni kemur fram að Kjartan Már var greindur síðastliðið sumar með krabbamein í blöðruhálskirtli sem hafði dreift sér í þrjú rifbein og einn hryggjarlið.

Hann var sendur í lyfjameðferð og í þessum mánuði hóf hann geislameðferð sem lýkur um miðjan desember en Kjartan Már segir að um árangurinn af síðarnefndu meðferðinni sé ekki hægt að segja fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum.

Kjartan Már fór í veikindaleyfið í september og segist hafa notið mikils stuðnings frá fjölskyldu, nánustu vinum og bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þar að auki hefur hann fengið mikinn stuðning frá bæjarbúum hvert sem hann hefur komið en Kjartan Már segist hafa reynt að halda virkni og félagslegum tengslum með því að fara í ræktina, sækja menningar- og íþróttaviðburði og heimsækja vinnufélaga sína í ráðhúsi bæjarins. Hann finni þó fyrir aukaverkunum af lyfjunum og orkan fari stundum þverrandi þegar líði á daginn og þá þurfi hann að hvíla sig. Ef guð og heilsan leyfi stefni hann á að snúa aftur til starfa sinna sem bæjarstjóri í upphafi næsta árs.

Hvatning

Kjartan Már er á sjötugsaldri og í færslunni hvetur hann alla eldri karlmenn til að vera meðvitaðir um aukna hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli eftir því sem aldurinn færist yfir:

„Krabbamein í blöðruhálskirtli er lang algengasta krabbamein hjá körlum, líkt og brjóstakrabbamein er hjá konum. Ég vil hvetja alla karla, sem lesa þetta og eru 50 ára eða eldri, til að fara í viðtal og blóðprufu hjá heimilislækni og óska eftir mælingu á svokölluðu PSA gildi. Ef þörf krefur vísar læknirinn ykkur áfram í nánari skoðun og rannsókn.“

Kjartan Már segist hafa á meðan veikindunum hefur staðið leitað sér ýmis konar fræðslu þar á meðal andlegrar aðstoðar hjá Ljósinu.

Kjartan Már segir að lokum þetta um stöðu veikindanna:

„Ég er sem sagt í góðum gír og bjartsýnn og allt á rétti leið.“

Loks þakkar hann fyrir hlý orð og stuðning hvert sem hann kemur.

Færsla Kjartans Más hefur fengið mikil viðbrögð, undir hana eru meðal annars ritaðar mörg hundruð athugasemdir með hlýjum kveðjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife