fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Stórfurðulegar vendingar í dularfullu hvarfi Gossip Girl-leikkonu – Hvað er í gangi?

Fókus
Föstudaginn 15. nóvember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Chanel Banks hefur verið fundinn heil á húfi. Þetta staðfestir lögreglan í Texas. Aðstandendur leikkonunnar höfðu látið lýsa eftir henni eftir að ekkert hafði spurst til hennar í tvær vikur. Þrátt fyrir að leikkonan sé fundin þykir málið þó enn hið furðulegasta og ganga ásakanirnar nú á víxl.

Chanel, sem er 36 ára, lék í nokkrum þáttum af hinum vinsælu þáttum Gossip Girl á sínum tíma þar sem hún fór með hlutverk Sawyer Bennett. Hún hefur síðustu ár dregið sig úr sviðsljósinu og snúið sér að skrifum.

Aðstandendur leikkonunnar, móðir hennar og frænka, höfðu stigið fram í fjölmiðlum og lýst því yfir að Chanel væri horfin. Hún hefði ekkert látið heyra í sér vikum saman sem væri mjög óeðlilegt enda þær í reglulegum samskiptum. Þær kvörtuðu eins undan því að eiginmaður Chanel hefði reynst þeim óhjálplegur en hann hefði neitað að aðstoða við leitina og sagt að Chanel vissi hvað hún væri að gera og myndi láta heyra í sér þegar hún væri tilbúin. Þetta fannst aðstandendum undarlegt og grunuðu eiginmanninn um græsku.

Svo steig Chanel sjálf óvænt fram í gær. Hún segist vera örugg og hefur gagnrýnt aðstandendur sína fyrir að skapa óþarfa drama. Hún hafi hreinlega skroppið til Texas til að fá uppáhalds prestinn sinn til að skíra sig. Þetta kom fram í yfirlýsingu leikkonunnar áður en hún óvænt sakaði fjölskyldu sína um ofbeldi.

„Ég heiti Chanel Banks. Ég er 36 ára óþekkt Bandaríkjakona og hef allt mitt, í þögninni, þjáðst út af kerfisbundnu ofbeldi, ráðríki og beinum pyntingum sem ég hef verið beitt síðan ég var varnarlaust lítið barn af hendi svokallaðar fjölskyldu minnar, sem hefur nú ó svo miklar áhyggjur af því hvar ég er niðurkomin.“

Chanel tók fram að hún hafi rætt við lögregluna bæði í Texa og Los Angeles þar sem hún óskaði þess að leitin að henni yrði blásin af. Hún þyrfti enga aðstoð heldur þvert á móti væri hún loks frjáls undan oki fjölskyldu sinnar.

Málið þykir hið undarlegasta, en leikkonan tók sérstaklega fram í yfirlýsingu sinni og síðar í samtali við fjölmiðla, að hún væri í engu sambandi við móður sína og frænku. Hún hefði því ekki hugmynd hvers vegna þær væru að fara mikinn í fjölmiðlum. Aðstandendurnir höfðu meira að segja hrundið að stað söfnun til að ráða einkaspæjara til að hafa uppi á Chanel. Söfnunin hefur verið tekin úr umferð eftir að leikkonan steig fram en aðstandendur segjast þó ekki sannfærðir um öryggi Chanel. Móðir hennar heldur því meira að segja fram að konan sem lögregla hafi rætt við sé loddari og að hin raunverulega Chanel sé enn týnd.

Eiginmaður Chanel hefur sjálfur lýst því að leikkonan neiti sömuleiðis að tala við hann. Hann vill þó meina að hún sé á ferðalagi inn á við og muni hleypa honum aftur inn þegar hún er tilbúin.

Eftir stendur að fjölmiðlar eru óvissir um hverjum skuli trúa. Þær kenningar sem hafa verið lagðar fram eru meðal annars þær að aðstandendur hafi ætlað að láta sjálfræðissvipta leikkonuna. Mögulega sé leikkonan að glíma við andleg veikindi og slíkt úrræði því nauðsynlegt. Þó virðist eiginmaður Chanel ekki hafa nokkrar slíkar áhyggjur og vissulega vekja ásakanir leikkonunnar upp spurningar um hvort aðstandendur séu að reyna að hafa hana að féþúfu. Sem stendur er málið því enn ráðgáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pettersen til Eyja?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fangar Breta: Örlög Íslendinga sem sátu saklausir í fangelsum í Bretlandi

Fangar Breta: Örlög Íslendinga sem sátu saklausir í fangelsum í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk OnlyFans-stjarna segir þetta stærsta muninn á matvöruverslunum á Íslandi og heimalandinu

Bandarísk OnlyFans-stjarna segir þetta stærsta muninn á matvöruverslunum á Íslandi og heimalandinu