fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Gómaði eiginmanninn halda framhjá á meðan hún var að elda kvöldmat

Fókus
Föstudaginn 15. nóvember 2024 10:03

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veröld bandarískrar konu snerist á hvolf á sunnudaginn síðastliðin. Hún gómaði eiginmann sinn halda framhjá, á meðan hún var að elda kvöldmat.

Konan sagði sögu sína á TikTok. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur fengið yfir 5,4 milljónir áhorfa þegar greinin er skrifuð.

@thereiscathairinmyweed #fyp #cheatinghusband #cheater #cheatersgettingcaught ♬ original sound – Mk M

„Ég greip eiginmann minn glóðvolgan á meðan ég var í eldhúsinu að elda kvöldmat. Hann fór, hann pakkaði nánast öllu dótinu sínu. Ég henti fullt af drasli, dóti sem við áttum saman, brúðkaupsvöndurinn minn er þarna í ruslinu,“ sagði hún og bætti við að þetta hafi komið henni í opna skjöldu.

„Ég bjóst aldrei við því að hann myndi vera þessi gaur, því hann var svo indæll og ljúfur og umhyggjusamur og gerði alltaf allt fyrir mig. En dömur… þó þið haldið að hann sé ekki þessi týpa, þá getur hann vel verið þessi týpa.“

Þau fögnuðu nýlega tveggja ára hjónabandsafmæli. „Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég er í áfalli,“ sagði hún.

@thereiscathairinmyweed #CapCut #cheatinghusband #fyp #cheater #cheatersgettingcaught ♬ original sound – Mk M

Konan hefur ekki sagt frá því hvernig hún greip hann glóðvolgan halda framhjá. Netverjar bíða spenntir og hefur hún sagst ætla að deila sögunni þegar hún er á betri stað andlega.

Hún hefur þó uppfært aðeins eigin aðstæður. Hún er að sækja um skilnað og hann er fluttur út.

Fleiri atvik

Hún hefur einnig fengið skilaboð frá konu sem sagði atvikið á sunnudaginn ekki vera eindæmi, að hann hafi verið löngu byrjaður að halda framhjá henni, meira að segja áður en þau giftust.

Konan sagði svona skilaboð ekki hjálpa, það eina sem þau gera eru að særa hana. Hún sagðist einnig ekki skilja af hverju þessi kona hafi ekki sagt eitthvað fyrr, eins og áður en hún giftist honum og eyddi tveimur árum með honum til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife