Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens verður meðal gesta Gísla Marteins í Vikunni í kvöld. Þó Bubbi sé einn vinsælasti tónlistarmaður landsins eru ekki allir á því máli að hann eigi sökum þess stöðugt erindi í Vikuna. Þegar RÚV opinberaði gestalistann fyrir kvöldið létu margir óánægju sína í ljós.
„Hjúkkit, ég var farin að halda að Bubbi væri gleymdur hjá GMB. Hafði ekkert komið í allt haust,“ skrifaði Anna Kristjánsdóttir við færslu RÚV á Facebook og fleiri tóku í sama streng. „HA?!!!!!! Bubbi Morthens… hann hefur aldrei verið gestur í þessum þáttum!!!!!,“ skrifar einn.
Dæmi um fleiri ummæli í þessa átt:
„Það má nú segja: Margt er manni hulið og ekki er ég ennþá búin að átta mig á því hvers vegna sama fólkið er þarna ár eftir ár og oft á ári. “
„Þetta fólk hefur aldrei verið áður“
„Af hverju er Bubbi einu sinni en î þættinum, mun ekki horfa î kvöld“
„Hvað er Bubbi búin að koma oft??“
„Bubbi einu sinni enn. Orðið svolítið þreytt“
„HVAÐ ER BUBBI ÁSKRIFANDI AF ÞESSUM ÞÆTTI,,,,,ÞETTA ER ÓÞOLANDI MAÐUR“
En það voru ekki allir neikvæðir. Sumir fögnuðu Bubba og sögðust spenntir fyrir þættinum í kvöld.
„Flott! Hlakka til að horfa“
„Líst vel á þessa góðu gesti og hlakka til að horfa á þáttinn nú sem endranær.“
„Vá! En skemmtilegt.Hlakka til. Og hafa það kósý í vetrarveðrinu“
„Geggjaðir gestir“
„Hlakka til að koma sem áhorfandi í salinn í kvöld“
Ein furðaði sig á neikvæðninni og spurði hreint út: „Hvað er að ykkur nöldrarar?“
Aðrir gestir Gísla í kvöld eru Yrsa Sigurðardóttur, Hildur Vala, hljómsveitin CYBER og Jónsi í Svörtum fötum.