fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 12:29

Valentína Hrefnudóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum ræðir hún um fortíðina, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag. Mikið hefur gengið á í lífi Valentínu, hún hefur glímt við átröskun og fíknivanda en náði bata og er í dag edrú og heilbrigð. Hún segir að á barnsaldri varð hún fyrir ofbeldi og sleit samskiptum við blóðföður sinn þegar hún var ellefu ára gömul. Tíu árum seinna steig hún fram og greindi frá ofbeldinu og kærði hann.

Valentína ræðir einnig um alvarlegt bílslys sem hún lenti í árið 2019. Í tvo daga var henni vart hugað líf og var það kraftaverk þegar hún vaknaði úr dái. Hún var lengi að jafna sig og var hreyfihömluð á olnboga í fimm ár, allt þar til hún var á æfingu í sumar og eitthvað small.

Valentína segir sögu sína einlæg, hún ræðir einnig um fitness-lífið og lífið eftir sjálfsvinnuna.

Horfðu á þáttinn hér að neðan, eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Valentína flutti til Danmerkur í lok sumars og er búsett í litlum smábæ, Trekroner í Roskilde. „Það er bara skóli þarna, blokkir og ein búð,“ segir hún og bætir við að borgarbarnið inni í henni kalli á Kaupmannahöfn og mun hún hugsanlega flytja þangað á næstunni.

„Ég myndi segja að æskan mín hafi verið svolítið spes. Ég ólst upp hjá móður minni og svo á öðru heimili, ég fór svolítið fram og til baka þar á milli og ég hoppaði mikið líka um grunnskóla, aðallega vegna eineltis en líka vegna flutninga.“

Grunnskólagangan reyndist Valentínu erfið. „Ég lenti í einelti í fyrsta skólanum og öðrum skólanum, svo var þetta betra eftir það.“

Valentína þegar hún var yngri. Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

Í togstreitu um hvað væri rétt og rangt

Valentína talar mjög fallega um móður sína, sem gaf henni hlýju og rútínu, en á hinu heimilinu voru aðstæður allt aðrar.

„Ég var alltaf í togstreitu um hvað væri rétt og hvað væri rangt. Af því að hjá mömmu var þetta ramminn, vakna klukkan þetta og sofa klukkan þetta og koma heim fyrir settan tíma. Heimalærdómur og svona. Hinum megin var candy floss og popp í morgunmat, McDonalds og sitja fram í, og eitthvað svona, sem getur verið skemmtilegt fyrir krakka en kannski ekki gott fyrir þá. Þetta var alltaf ákveðið dæmi að koma sér yfir á næsta heimili,“ segir hún.

Hitt heimilið sem Valentína talar um er heimili blóðföður hennar. „Þar var mjög mikil vanræksla,“ segir hún og bætir við að það hafi verið ólíkt heimili móður hennar þar sem alltaf var matur á borðum og mamma hennar alltaf til staðar, þó hún hafi verið í nokkrum vinnum til að framfleyta fjölskyldunni. „Hún hélt okkur uppi sama hvað,“ segir Valentína.

„Svo á hinu heimilinu var þetta ekki þannig. Ég var meira alin upp af afa mínum þeim megin, eyddi miklum tíma með honum. Hann kenndi mér að spila og hjóla. Svo var ákveðinn faktor af ofbeldi sem ég varð fyrir af hendi blóðföður míns.“

Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

Lokaði á samskipti

Þegar Valentína var ellefu ára gömul lokaði hún á samskipti við föður sinn. Hún hafði frá átta ára aldri farið til sálfræðings en með árunum fór að halla meira undan fæti. Hún þróaði með sér alvarlega átröskun og fíknivanda.

2019 var stórt ár fyrir Valentínu. Það var árið sem hún fór í meðferð, varð edrú, lenti í alvarlegu bílslysi, sagði frá ofbeldinu í æsku og kærði blóðföður sinn, féll og fór aftur í meðferð og hefur verið edrú síðan.

„Það ár fór ég í klikkaða sjálfsvinnu í rauninni,“ segir hún.

„Fyrir þennan tíma þá elskaði ég að vera í fórnarlambsstöðu, elskaði og hataði það á sama tíma. Mér fannst rosalega ömurlegt þegar einhver vorkenndi mér en á sama tíma var ég að fá þessa athygli sem ég kannski þráði, ég þreifst á því að vera í þessari sjálfsvorkunn. Þá var ég bara svona: „Ég þarf ekki að taka neina ábyrgð á mínu lífi af því að ég á svo bágt út af öllu sem ég hef lent í, þannig ég má bara dópa og gera sem ég vil og þarf ekki að pæla í neinum eða hvaða áhrif þetta hefur á aðra.“ Þetta er náttúrulega bara pjúra sjálfselska og eigingirni og ég fór algjörlega þangað í neyslu, eins og flestir gera.“

Valentína segir að hún sé mjög hvatvís, sem var einmitt ein ástæðan fyrir því að hún fór í neyslu til að byrja með, en líka ástæðan fyrir því að hún fór í meðferð. Hún hringdi í ráðgjafa hjá SÁÁ til að athuga hvort hún ætti við vandamál að stríða og var boðið pláss í meðferð eftir tvær vikur. „Ég hugsaði að í versta falli yrði ég edrú í smá tíma og myndi detta aftur í það,“ segir hún og bætir við að þetta hafi ekki verið ígrunduð ákvörðun. En eitthvað small í meðferðinni og hún fór í eftirmeðferð á Vík.

Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

„Tók því sem afsökun að detta aftur í það“

Eftir meðferðina byrjaði hún að mæta á fundi og vinna í sporunum. Hún segir að hún hafi verið til í að prófa allt til að styrkja sjálfa sig. „Ég var tilbúin að líða vel, mér hafði liðið illa svo lengi. Ég hafði tengt svo mikið við að líða illa, að það væri þægilegt svolítið, því ég var vön því. Mig langaði að prófa… Hvað gerist þegar mér líður vel?“

Valentínu fór að líða vel, eiginlega of vel, svo vel að hún var að bíða eftir að allt myndi fara í skrúfuna. Hún segir að það hafi verið eins og hún hafi verið að bíða eftir að eitthvað myndi gerast, eða hugsanlega bíða eftir tækifærinu að aðstæður yrðu svo slæmar að hún gæti byrjað að nota aftur, myndi hafa afsökun.

„Svo lenti ég í bílslysi þegar ég var búin að vera edrú í nokkra mánuði, það hafði mikil áhrif á mig. Ég byrjaði að horfa á lífið öðruvísi en ég var harðákveðin að detta ekki í það. En svo hætti ég að vinna sjálfsvinnuna í smá tíma. Ég flutti til Akureyrar en allir edrúvinir mínir voru í bænum. Svo varð ég fyrir einhverjum smá óþægindum og ég tók því sem afsökun að detta aftur í það,“ segir Valentína.

Valentína keppir í módelfitness. Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

„2019 er líka árið sem ég sagði frá ofbeldinu“

Valentína fór af brautinni en fann leiðina aftur á hana eftir seinni meðferðina í lok árs 2019. Á sama tíma var blóðfaðir hennar að reyna að hafa samskipti við hana. Hún hafði lokað á samskipti við hann tíu árum áður, þá ellefu ára gömul.

„Á þessum tíma var blóðfaðir minn enn að hafa mikil samskipti, eða reyna að hafa samband við mig og mína fjölskyldu. Það hafði alltaf böggað mig og haft mikil áhrif á mig, því það truflaði mig að hann var að hafa samband við móður mína. Af því að fyrir mér, hún átti ekki að þurfa að díla við hann. Hann er minn faðir og hana langar ekki að vera í samskiptum við hann og ekki mig heldur. Ég var komin á einhvern stað þar sem ég vildi fá rými og geta verið frjáls gagnvart þessu. Þannig 2019 er líka árið sem ég sagði frá ofbeldinu sem ég varð fyrir í æsku og ég ákvað að kæra.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Látið falla niður

Valentína kærði blóðföður sinn en málið var látið niður falla. „Það var fellt niður því það var of langt síðan, ekki nógu mörg vitni, alltaf það sama í rauninni. En það sem var mest var að það var of langt síðan og það var einn aðili sem þeir gátu ekki talað við, sem er afi minn sem er látinn,“ segir hún.

„Ég myndi ekki segja að ég hafi endilega vonast eftir einhverri annarri niðurstöðu, ég myndi ekki endilega segja það. Þetta var ákveðið móment fyrir mig að segja: „Nú segi ég stopp.“ Ég var orðin 21 árs, tíu ár síðan ég sleit samskiptum. Ég veit það er erfitt að halda að ellefu ára barn hafi viljað það, en ég vildi það. Það var enginn sem ýtti mér út í það. Móðir mín vissi ekki neitt. Það voru komin tíu ár, ég var komin með nóg. Ég vildi fá að lifa lífi mínu, ég vildi geta farið í Kringluna, Smáralind eða hvert sem er, án þess að vera að horfa um öxl. Ég var komin með nóg af því að það væri verið að trufla konuna sem mér þykir mest vænt um, af því að maður sem beitti mig ofbeldi vill fá að vita þetta og hitt, og senda einhver dónaleg skilaboð um að hún væri hræðileg móðir, sem hún er ekki.“

Valentína fór í skýrslutöku í nóvember 2019 og í meðferð í desember 2019. Hún hefur verið edrú síðan.

Horfðu á þáttinn með Valentínu hér að ofan eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Valentínu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Í gær

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Merkilegar sannsögur og dýrlegt smásagnasafn

Bókaspjall: Merkilegar sannsögur og dýrlegt smásagnasafn
Hide picture