fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Hvað gerist þegar maður hættir á Ozempic? Ný rannsókn varpar ljósi á það

Fókus
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic sem þróað var sem lyf í baráttunni gegn sykursýki en hefur svo reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Eins og með önnur lyf eru aukaverkanir af notkun Ozempic, eins og flökurleiki, uppköst og hægðatregða. Einnig hafa karlmenn greint frá erfiðleikum við að fá – og viðhalda – reisn. En hvað gerist eiginlega ef maður ákveður að hætta á taka lyf eins og Ozempic sem inniheldur virka efnið semaglútíð?

Nú hafa niðurstöður nýrrar rannsóknar svarað þeirri spurningu að hluta að minnsta kosti.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem hætta á lyfinu bæta að jafnaði aftur á sig um tveimur þriðju hluta þeirrar þyngdar sem þeir misstu. Þá leiddi rannsóknin í ljós að þeir voru að jafnaði með hærri blóðþrýsting en áður, hærra magn kólesteróls og í aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að 12 prósent Bandaríkjamanna, 18 ára og eldri, hafi einhvern tímann notað lyf sem inniheldur semaglútíð á lífsleiðinni.

Flestir nota lyfin aðeins um skamma hríð; 85 prósent voru hættir að nota lyfið innan tveggja ára og 71% innan eins árs. Ýmsar ástæður liggja þar að baki, til dæmis hafði fólk náð þyngdarmarkmiðum sínum eða þótti lyfið of kostnaðarsamt.

Rannsóknin sem um ræðir var framkvæmd af vísindamönnum við Northwestern University í Bandaríkjunum.

Í niðurstöðunum er bent sérstaklega á það hversu hátt hlutfall fólks hættir notkun lyfsins á fyrstu tveimur árunum og skoða þurfi betur ávinning þess að taka lyfið inn. Rannsóknir hafi sýnt fram á að fólk léttist en skoða þurfi hvort lyf sem innihalda semaglútíð hafi einhvern raunverulegan ávinning – hvort gallinn við að hætta á lyfinu trompi kosti þess að vera á því í ljósi aukinnar hættu á til dæmis hjartasjúkdómum.

Ekki var lagt mat á það í niðurstöðunum rannsóknarinnar hvort fólk sem á annað borð íhugar að komast á lyfið þurfi að búa sig undir að vera á því ævilangt. Niðurstöðurnar gefa þó til kynna að fólk þurfi að vera á því um langa hríð til að það borgi sig yfir höfuð að fara á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“