fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 09:30

Kynlífsfræðingurinn Sara Lind er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind kynlífsfræðingur segir mjög algengt að fólk, sérstaklega konur, upplifi skömm þegar kemur að kynlífi. Sara Lind var gestur í Fókus, spjallþætti DV.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni, einnig er hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

„Ég upplifi á vinkonum mínum og þeim sem ég þekki, að það upplifðu allir skömm þegar það kom að kynlífi. Hvort sem það var eins og ég, sem var að gera ótrúlega mikið af hlutum sem voru kannski mjög grófir, ekki talið svona „eðlilegt.“ Þá upplifði ég mikla skömm yfir því meðan að aðrar voru að upplifa skömm yfir því að þær væru ekki að prufa neitt, væru ekki að gera neitt, væru bara að stunda þetta „eðlilega“ kynlíf. Ég held að flestir hafa upplifað einhverja skömm þegar kemur að kynlífi, hvort sem það er að það sé of mikið eða of lítið,“ segir hún og bætir við að þetta eigi sérstaklega við um konur.

Aðspurð hvort hún sé búin að ná að vinna úr sinni skömm segir Sara Lind:

„Já, en ég myndi ekki segja að ég sé alveg búin að vinna úr því, en ég er á góðri leið. Ég mun örugglega alltaf þurfa að minna mig á… ég held ekki að þetta sé eitthvað sem maður vinnur úr og þetta er bara búið og fortíðin, heldur eitthvað sem maður þarf alltaf að minna sig á.“

Engin skömm

Sara Lind segir enga skömm í því að stunda hvers konar kynlíf sem einstaklingur vill stunda, á meðan allir aðilar séu samþykkir.

„Ef þú ert að gera þetta fyrir þig og allir eru samþykkir þá er þetta í lagi. Skiptir engu máli hvað þetta er. Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það. Og það er ekkert sem er of sóðalegt eða saklaust eða ekki í lagi, svo lengi sem það er samþykki.“

Sara Lind segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Söru Lind á TikTok og Instagram. Hún heldur úti hlaðvarpinu Einkamál með Söru Lind, en ný sería fer í loftið á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Hide picture