fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var semsagt í 10. bekk minnir mig, þá fór ég að pæla í þessu af því mér fannst skrýtið að ég hafði aldrei verið skotinn í strák. Og allar vinkonur mínar í grunnskóla alltaf að tala um stráka og ég tengdi ekki við þetta. Og svo hugsaði ég: „Er ég kannski fyrir stelpur?“ Ég tók þetta tilbaka og var í afneitun. Í menntaskóla eignaðist ég kærasta mjög fljótt, en ég tengdi aldrei við þessa tilfinningu og ég skildi ekki af hverju fólk var í sambandi, ég fann ekki þessa tilfinningu,“

segir Oliver Lindar Sigurgeirsson í viðtali í Fullorðins við Kiddu Svarfdal.

Oliver sem er trans maður var í afneitun í fimm ár og kom fyrst út úr skápnum sem lesbía. Og segir það hafa verið mjög mikið frelsi. Eftir nokkur stutt sambönd áttaði Oliver sig á því að hann var fæddur í röngum líkama.

„Þetta byrjaði þannig að ég fór í brjóstnám af því brjóstin á mér voru alltaf að trufla mig og ég var farinn að ganga í bindertoppum, sem eru ógeðslega óþægilegir. Svo byrjaði ég að teipa mig og fékk sár og blöðrur út frá því sem var ógeðslega óþægilegt. Þannig að ég tók ákvörðun að fara í brjóstnám.“

Oliver var þá í sambandi og segir kærustu sína hafa talað niður til alls, en þegar sambandinu lauk hafi hann farið að hugsa meira um ferlið.

„Ég fór í gegnum trans teymið og var hreinskilinn með að ég væri ekki viss hvort ég væri trans eða. Ég vissi bara að mér leið ekki vel eins og ég væri og vildi ekki vera svona stelpa. Þannig að þau hjálpuðu mér bara í gegnum þetta. Og það var ekkert mál,“ segir hann um brjóstnámsaðgerðina. Segir hann ýmsar aðferðir í boði eftir því hvort viðkomandi vilji halda geirvörtunum eða hafa engar.

Aðspurður um hvernig hans nánustu tóku þessu segir Oliver fjórar eldri systur mínar og móður ekki hafa skilið þetta. „En þau voru samt, þú gerir það sem þú vilt. Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta.“

Oliver er opinn með ferli sitt á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum undir notendanafninu Lindzy6.

@lindzy6 #lindzy6 #lake6 #fyp #foryou #foryourpage ♬ original sound – 🏳️‍🌈Lake🏳️‍⚧️

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“