fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Fókus
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Odd­ný Eir Ævars­dótt­ir rit­höf­und­ur og Gunn­ar Smári Eg­ils­son stofn­andi Sósí­al­ista­flokks­ins og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður eru nýtt par. 

Smartland greinir frá og segir hafa sést til parsins saman í Borgarleikhúsinu og víðar.

11 ára ald­urs­mun­ur er á par­inu, Gunn­ar Smári er fædd­ur 1961 eog Odd­ný Eir 1972. 

Gunnar Smári er ábyrgðarmaður frétta hjá Samstöðinni, og var einn af eigendum og ritstjóri Fréttatímans.

Oddný Eir lærði heimspeki við Háskóla Íslands og vann í útvarpi samhliða námi. Hún er með meistarapróf í stjórnmálaheimspeki og lauk DEA-prófi frá Sorbonne-háskóla í Frakklandi. Hún hélt doktorsnáminu áfram í EHESS-háskóla Parísarborgar. Oddný Eir hefur starfað lengi á safnavettvangi og í myndlistarheiminum við rannsóknir, ritstjórn, kennslu, skriftir og sýningarstjórnun. 

Ljóðabókin Snjór piss hár kom út árið 2000. Árið 2004 sendi Oddný frá sér sína fyrstu skáldsögu Opnun kryppunnar. Oddný Eir hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Rauðu fjaðrarinnar, hlotið Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Evrópu fyrir bækur sínar.

Að vori 2015 kom út sjálfsævisöguleg bók Oddnýjar, esseyjan Blátt blóð: í leið að kátu sæði . Þar fjallar Oddný um persónulega reynslu sína af ófrjósemi og þeirri sterku þrá að eignast barn. Amazon Crossing keypti útgáfurétt bókarinnar og gaf söguna út í raftímaritinu Day One og í kjölfarið sem sjálfstæða rafbók. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu