fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Bandarísk OnlyFans-stjarna segir þetta stærsta muninn á matvöruverslunum á Íslandi og heimalandinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 09:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska OnlyFans-stjarnan og áhrifavaldurinn Roux er stödd á Íslandi og er að ferðast í kringum landið. Hún hefur verið dugleg að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok sem hafa vakið mikla athygli.

Í einu þeirra ber hún saman stórmarkaði í Bandaríkjunum og Íslandi.

„Stærsti munurinn á matvöruverslun í Bandaríkjunum miðað við matvöruverslun á Íslandi eru kæliherbergin,“ sagði hún og gekk inn í ávaxta- og grænmetiskælinn í Bónus.

@roux.tvLil differences in Iceland vs the states. The pink gas pumps are cute asf♬ original sound – Roux

„Í stað þess að hafa kæliskápa þá eru þau með kæliherbergi. Ég er ekki viss um hvort sé skilvirkara.“

Henni fannst fyndið að koma inn í mjólkur- og kjötkælinn. „Hér er fullt af kjöti í herbergi,“ sagði hún og hló.

Roux benti einnig á muninn á bandarískum bensínstöðvum og íslenskum, en dælan er öðruvísi. Hún hafði einnig mjög gaman að bleiku bensínstöð Orkunnar.

Flottur gististaður

Roux hefur verið dugleg að birta myndbönd frá Íslandsheimsókninni á TikTok sem hafa fengið tugi þúsunda áhorfa, sum hafa fengið mörg hundruð þúsund en það vinsælasta hefur fengið þrjár milljónir áhorfa og næstum 500 þúsund „likes“.

Í því myndbandi sýnir hún frá gististaðnum Heathland Lodge, sem er rétt fyrir utan Selfoss.

@roux.tvAn incredibly cool getaway♬ original sound – Roux

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu