fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Reiðibylgja dynur á sjónvarpskonu í kjölfar spurningar um Katrínu prinsessu

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2024 16:37

Katrín prinsessa af Wales á minningarathöfn um fallna hermenn, 10. nóvmber 2024. Mynd: Max Mumby/Indigo/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpskonan Narinder Kaur sætir nú harðri gagnrýni eftir að hafa varpað fram spurningu á samfélagsmiðlinum X um útlit Katrínar prinsessu af Wales. Spurði Kaur hvers vegna prinsessan, sem er 42 ára, væri orðin áberandi ellilegri í útliti og hvort það væri vegna þess að hún reykti. Hafa þessar vangaveltur vakið mikla reiði í Bretlandi og hefur Kaur fengið mörg hatursfull skilaboð og á fullt í fangi með að svara fyrir sig. Hefur henni verið bent á að með þessum vangaveltumj hafi hún verið að sýna prinsessunni, sem barist hefur við krabbamein að undanförnu, mikla ónærgætni.

Narinder Kaur. Mynd/Skjáskot Youtube

Fjallað hefur verið um málið í mörgum fjölmiðlum í dag til að mynda Mirror.

Kaur öðlaðist frægð árið 2001 með þátttöku í raunveruleikaþáttunum Big Brother og hefur síðan þá starfað við sjónvarp og hefur til að mynda oft verið með innslög í morgunþættinum Good Morning Britain á sjónvarpsstöðinni ITV.

Katrín Prinsessa sást opinberlega í gær við árlega athöfn í London til minningar um fallna hermenn. Mynd var tekin af Katrínu þar sem hún stóð á svölum utanríkisráðuneytisins ásamt Soffíu, hertogaynju af Edinborg, eiginkonu Játvarðs prins föðurbróður Vilhjálms prins, eiginmanns Katrínar.

Eitthvað fannst Kaur prinsessan hafa elst óvenju mikið, miðað við myndina, og spurði í færslu á samfélagsmiðlinum X hverju þetta sætti og hvort prinsessan hefði byrjað að reykja. Sjálf er Kaur níu árum eldri en prinsessan.

Bróðirinn varð ekki ellilegri

Kaur eyddi færslunni en viðbrögðin voru ekki lengi að láta á sér kræla á meðan færslan var í loftinu.

Á X-síðu hennar er nú að finna fjölda færslna þar sem hún segist hafa orðið fyrir kynþáttaníði og annars konar svívirðingum en Kaur er dökk á hörund.

Hefur hún verið sérstaklega gagnrýnd fyrir að gera útlit prinsessunnar, í ljósi krabbameinsmeðferðar hennar, að umtalsefni.

Þegar fyrstu viðbrögð bárust við færslunni sagðist hún hafa verið að spyrja í fullri einlægni og að um misskilning væri að ræða. Bróðir hennar sem hafi gengið í gegnum lyfjameðferð við krabbameini, eins og prinsessan, hafi ekki orðið ellilegri í útliti. Hann hafi einfaldlega dáið. Svörin við þessari færslu voru einkum á þá leið að ekki væri um misskilning að ræða, hún hafi verið andstyggileg og að Kaur ætti að biðjast afsökunar.

Í kjölfarið birti Kaur stutt myndband á X-síðu sinni þar sem hún baðst afsökunar og sagði færsluna hafa verið heimskulega. Hún sagði aftur á móti að það kynþáttaníð og svívirðingar sem hún hefði þurft að þola ætti engan rétt á sér. Hún gat hins vegar ekki stillt sig um að gagnrýna prinsessuna fyrir að njóta þeirra forréttinda að geta hvílt sig á meðan hún væri að glíma við krabbameinið án þess að hafa áhyggjur af peningamálum.

Ber Kaur sig illa á X-síðu sinni og ítrekar ótt og títt að hún hafi aðeins spurt spurningar um öldrun.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu