Sara Lind er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.
Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni, einnig er hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Söru Lind líður vel í Danmörku og býr þar ásamt dóttur sinni.
Hvað finnst þér Danmörk gera betur en Ísland?
„Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku,“ segir hún hreinskilin.
„Það er ótrúlega auðvelt að ferðast, miklu ódýrari leigumarkaður. Ég get keypt mér hús í Danmörku fyrir sama pening og ég seldi íbúð á Íslandi. Matur er ódýrari, ókei nammi og gos er dýrara en þá heldur maður sig frá því. Svo fyrir barnið mitt, leikskólinn, það var ekkert vesen fyrir mig að fá leikskólapláss.“
Sara Lind býr í Sønderborg, sem er nálægt landamærunum við Þýskaland.
„Mér finnst ég líka geta verið meira ég sjálf í Danmörku, klætt mig eins og ég vil klæða mig, vera eins og ég vil vera án þess að mér finnst einhver vera að dæma mig. Mér finnst fólk spá mikið í náunganum hér á Íslandi,“ segir hún.
Aðspurð hvort hún sjái sig flytja aftur til Íslands í framtíðinni svarar Sara Lind: „Ég held ég muni aldrei flytja heim.“
Sara Lind segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, eða hlusta á Spotify.
Sara Lind er með hlaðvarpið Einkamál með Söru Lind. Ný þáttaröð hefst á næstu vikum og hægt er að fylgjast með fréttum á TikTok-síðu hennar.
Hún er einnig að skipuleggja fyrirlestur sem hún ætlar að halda á Íslandi eftir tvær vikur og mun auglýsa viðburðinn á samfélagsmiðlum.