fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fókus

Illdeilurnar innan Spice Girls-hópsins sem koma í veg fyrir að sveitin komi aftur saman

Fókus
Föstudaginn 1. nóvember 2024 08:30

Stelpurnar í Spice Girls árið 1996. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls hafa margir hverjir vonast eftir því að hljómsveitin komi aftur saman á svipaðan og hljómsveitin Oasis ætlar að gera næsta sumar.

Spice Girls var ein allra vinsælasta hljómsveit 10. áratugarins en hún var stofnuð árið 1994 og starfaði fyrst um sinn óslitið til ársins 2001. Á þeim tíma hefur hljómsveitin komið saman í nokkur skipti, til dæmis árið 2007 þegar hún fór í tónleikaferðalag og aftur árið 2019. En útlit er fyrir að einhver bið verði á að Spice Girls komi saman aftur, ef hún gerir það á annað borð.

Katie Hind, ein þekktasta slúðurfréttakona Bretlands, segir í pistli hjá Daily Mail að ástæða þess sé ósætti á milli Mel B. og Geri Halliwell. Mel B. ljóstraði því nefnilega upp árið 2019 að hún hefði stundað kynlíf með Geri þegar hljómsveitin stóð á hátindi ferils síns.

„Hún (Geri) á eftir að hata mig því hún er fín í sveitahúsinu sínu með eiginmanni sínum en þetta er staðreynd. Þetta gerðist bara og við flissuðum. Þar með var það búið. Hún var með geggjuð brjóst,“ sagði Melí þættinum Life Stories með Piers Morgan.

Katie segir að Geri hafi ekki enn fyrirgefið þetta og stirt samband þeirra komi í veg fyrir endurkomu sveitarinnar.

Segir Katie að sveitina vanti einhvern eins og Debbie Gwynther, en hún er unnusta og umboðsmaður Liam Gallagher í Oasis. Hefur Debbie verið þakkað fyrir að hafa slíðrað sverðin á milli hans og bróður hans, Noels, og átt stærstan þátt í því að Oasis er nú að koma saman aftur.

Katie segir að aðrir meðlimir sveitarinnar hafi verið vongóðir um að sveitin kæmi aftur saman. Heimildarmaður Katie sem þykir virtur innan breska tónlistargeirans segir að það sé ekki auðvelt verk að vera umboðsmaður Spice Girls.

„Það er líklega eitt erfiðasta starfið í þessum bransa og þessar deilur á milli Mel B og Geri gera það að sannkallaðri martröð. Það er alltaf eitthvað vandamál á milli þeirra. Innst inni elska þær hvor aðra en Geri skilur ekki hvers vegna Mel þurfti að segja heimsbyggðinni frá ástarævintýri þeirra. Þetta hefur skapað fjölmörg vandamál. Stelpurnar eru vissar um að þær geti fengið stóra tónleika – Glastonbury jafnvel – ef þær finna rétta umboðsmanninn. En það hefur ekki tekist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Amber hatar Ísland og ætlar aldrei að koma aftur – „Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar“

Amber hatar Ísland og ætlar aldrei að koma aftur – „Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum