fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Sara Lind tók eftir því að karlmaður í salnum var að stara á hana – „Hann fann mig og hringdi í mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2024 09:00

Sara Lind. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind kynlífsfræðingur er einhleyp en lítið á stefnumótaforritum. Ef hún er á þeim er hún yfirleitt ekki með starfsheitið sýnilegt, þar sem reynslan hefur kennt henni að þá fær hún í kjölfarið óviðeigandi skilaboð frá karlmönnum.

Sara Lind er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni, einnig er hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Sara Lind er nýlega útskrifuð úr námi í Danmörku, þar sem hún er búsett, og flutti lokaverkefni sitt um ástar- og kynlífsfíkn.

„Ég er búin að læra rosalega mikið um þetta og búin að vera í mikilli sjálfsvinnu því ég er sjálf ástar- og kynlífsfíkill,“ segir hún.

Óviðeigandi kynferðisleg skilaboð

Áður en hún kom sér út úr hegðunarmynstri ástar- og kynlífsfíknar var hún mikið á stefnumótaforritum á borð við Tinder. „En ég er ekki með sömu þörfina lengur,“ segir hún. Hún segir að það sé mikill munur á hvers konar skilaboðum hún fær ef hún er með starfsheitið á prófílnum sínum eða ekki.

„Ef ég set inn „kynlífsfræðingur“ þá fæ ég oftast skilaboð sem eru kynferðisleg.“ Sara Lind segist hafa engan áhuga á karlmönnunum sem senda henni slík skilaboð.

„Þeir eru allir svona: „Sýndu mér hvað þú kannt.“ Ég fæ alveg komment á TikTok og allt: „Hlakka til að fá einkakennslu, ætlarðu að sýna mér hvað þú kannt? Ætlarðu að kenna mér?“

Sara Lind flutti lokaverkefni sitt um ástar- og kynlífsfíkn.

Hringdi í hana og lýsti fantasíum sínum

Sara útskrifaðist í haust sem kynlífsfræðingur og flutti lokaverkefni sitt fyrir sal af fólki. Fyrirlesturinn var um ástar- og kynlífsfíkn.

„Fólk keypti sér miða inn til að horfa á lokaprófin hjá þeim sem voru að útskrifast,“ segir hún.

„Það var einn sem var þarna, ég fann fyrir því að hann var alltaf að horfa á mig. Ég hugsaði strax að ég mætti ekki horfa til hans, blikka hann eða reyna að vera kynþokkafull. Því það er mynstur sem ég fer í. Ég er að fá athygli einhver staðar, þá þarf ég að sýna hvað ég er flott og fá athyglina til baka. Þarna var kennarinn minn og allir dómararnir, ég vissi að ég þurfti að passa mig því þeir hefðu getað fellt mig ef þeir hefðu tekið eftir einhverju misjöfnu.“

Sara Lind gaf manninum engan gaum. „En hann hringdi í mig. Hann fann mig á samfélagsmiðlum og hringdi í mig á Messenger og fór að spjalla við mig,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mjög óviðeigandi og óþægilegt af hálfu mannsins.

„Þetta var mjög langt símtal, bara með fetishum og fantasíum sem hann er með um mig. Kannski… ef ég væri ekki komin svona langt þá hefði ég verið: „Ég get matchað þetta allt hjá þér.““

Sara Lind. Aðsend mynd.

Óhugnanleg framkoma

Það er óhugnanlegt að maðurinn hafi gengið svona langt, en hann var á fyrirlestri Söru Lindar og vissi að hún væri í bata. „Hann greip mig því hann vissi að ég væri ástar- og kynlífsfíkill.“

Sara Lind blokkaði manninn á samfélagsmiðlum en sendi honum fyrst skilaboð og sagðist ekki vilja hitta hann. Hann kvaðst hissa.

Sara Lind segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Söru Lind á TikTok og Instagram. Hún heldur úti hlaðvarpinu Einkamál með Söru Lind, en ný sería fer í loftið á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Hide picture