fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. nóvember 2024 09:59

Lana Björk Kristinsdóttir svarar myndbandi Línu Birgittu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lana Björk Kristinsdóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Kenzen, segist telja sig knúna að svara myndbandi Línu Birgittu Sigurðardóttur, eiganda Define the Line, og segja sína hlið. Hún segir að þeim hafi þótt miður að „sjá rangfærslur þar sem tímalína er skekkt til að byggja upp narratív þar sem staðreyndir henta ekki viðkomandi, og viljum leiðrétta það.“

Síðustu helgi fór myndband í dreifingu þar sem kona að nafni Thelma Yngvadóttir bar saman myndir Kenzen og Define the Line og gaf í skyn að Define the Line væri að herma eftir Kenzen. Thelma er vinkona Lönu Bjarkar en Lana Björk segist ekki bera ábyrgð á hennar myndbandi.

@thelmayngva_SORRYYY en somebody had to👀👀👀♬ original sound – dashcity

Sjá einnig: Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Lína Birgitta svaraði næsta dag með myndbandi á TikTok sem vakti mikla athygli. Það hefur fengið tæplega 70 þúsund áhorf. Í því birti hún sjálf myndir og skjáskot máli sínu til stuðnings og tók fyrir að Define the Line hefði hermt eftir Kenzen.

„Ég er búin að gera heimavinnuna og finna tímalínuna til að sýna fram á að það sem er verið að segja að Define the Line hafi verið að gera sé alfarið rangt,“ sagði hún.

@linabirgitta Mitt svar fyrir @Define the Line ♬ original sound – Lina Birgitta

Sárt og kallar á staðreyndir

DV hefur undir höndunum yfirlýsingu frá Lönu Björk Kristinsdóttur, eiganda Kenzen, ásamt myndum sem hún tók saman frá báðum fyrirtækjum. Hún segir málið snúast um sambærilega markaðssetningu og segir Línu Birgittu hafa skautað framhjá ýmsum staðreyndum.

„Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi, en það kallar á staðreyndir þegar aðeins dagsetningar sem henta viðkomandi eru settar fram. Hingað til höfum við ekki tjáð okkur um þetta mál en sjáum okkur núna knúin til þess,“ segir hún.

„Við viljum ekki koma með ásakanir heldur vekja fólk til umhugsunar, en þegar sömu markaðsaðferðir og stíll birtist endurtekið frá tveimur ólíkum vörumerkjum hlýtur fólk að spyrja spurninga.“

Aðsend mynd/Lana Björk

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi, en það kallar á staðreyndir þegar aðeins dagsetningar sem henta viðkomandi eru settar fram. Hingað til höfum við ekki tjáð okkur um þetta mál en sjáum okkur núna knúin til þess. Við berum ekki ábyrgð á TikTok myndbandinu sem hefur verið í dreifingu þar sem verið er að benda á sambærilega markaðssetningu.

Við vitum að bransinn býður ekki upp á að finna upp hjólið og oft er margt svipað milli merkja. Við hjá Kenzen höfum þó alltaf lagt mikla vinnu í að skapa einstakt, hágæða vörumerki með skýra sýn og stefnu. Við trúum líka á mikilvægi sérstöðu í markaðssetningu og að byggja upp ímynd sem endurspeglar okkar gildi og stíl. Það hefur því vakið athygli okkar að markaðssetning frá Define the Line, virðist stundum vera á svipuðum nótum hvað varðar myndval, stíliseringu og framsetningu.

Aðsend mynd/Lana Björk

Við viljum ekki koma með ásakanir heldur vekja fólk til umhugsunar, en þegar sömu markaðsaðferðir og stíll birtist endurtekið frá tveimur ólíkum vörumerkjum hlýtur fólk að spyrja spurninga. Það er mikilvægt að staðsetja sig á skýran hátt og hafa aðgreinanlega nálgun á markaðnum, enda hefur hvert vörumerki einstaka sögu.

Við leggjum mikið upp úr því að halda okkur við staðreyndir og þróa vörur sem eru okkar eigin og markaðssetningu sem byggir á sérstakri nálgun. Okkur þykir því miður að sjá rangfærslur þar sem tímalína er skekkt til að byggja upp narratív þar sem staðreyndir henta ekki viðkomandi, og viljum leiðrétta það.

Við einbeitum okkur að því að fylgja stefnu Kenzen og móta vörumerkið okkar með fagmennsku og heiðarleika. Við teljum líka mikilvægt að halda uppi heilbrigðri samkeppni þar sem rétt skal vera rétt, eins og Gummi Kíró bendir á, en það er pláss fyrir alla. Við ætlum að halda áfram að einblína á okkar eigin vegferð og byggja upp vörumerkið okkar með heiðarleika, ásamt því að halda áfram að leggja okkar af mörkum á íslenskum markaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“