fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Fókus
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 08:05

Bonnie Blue hefur sætt harðri gagnrýni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Bonnie Blue tekur fyrir að vera „kynferðislegt rándýr“ og segir að ef drengir mega reykja og skrá sig í herinn átján ára, af hverju mega þeir þá ekki sofa hjá henni.

Undanfarið hefur Bonnie vakið mikla athygli, þá allra helst fyrir að bjóða átján og nítján ára drengjum að sofa hjá sér, gegn því að hún megi taka það upp fyrir OnlyFans. Hún hefur einnig verið á milli tannana á fólki fyrir að setja upp bækistöðvar á háskólasvæðum og auglýsa staðsetningu sína. Karlmenn biðu í langri röð, sumir í allt að átta klukkutíma.

Gagnrýnendur hennar hafa farið hörðum orðum um hana og segja að hún sé að nýta sér þennan unga og viðkvæma hóp. Bonnie, 25 ára, fór á nýnemaviku háskólanna í Nottingham Trent í Bretlandi í september síðastliðnum og auglýsti á samfélagsmiðlum að hún væri að leita að ungum karlmönnum til að stunda kynlíf með. Eins og hún orðaði það þá var hún að leita að drengjum sem væru „nýorðnir löglegir.“ Hún stóð einnig úti með plakat þar sem stóð: „Ríddu mér frítt og leyfðu mér að taka það upp.“

Bonnie, sem er frá Derbyshire í Bretlandi, stundaði kynlíf með 158 ungum karlmönnum í Nottingham. Með því að selja efnið hefur Bonnie grætt á tá og fingri af þessu athæfi.

Um sextán þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarlista á Change.org og krefjast þess að Bonnie Blue fái ekki að heimsækja Ástralíu í vetur, en hún ætlaði sér að endurtaka leikinn í Schoolies, sem er vikulangt frí háskólanema í Ástralíu eftir lokapróf þeirra í lok nóvember.

Bonnie Blue tjáir sig

Hingað til hefur Bonnie aðeins verið virk á samfélagsmiðlum og mætt í nokkra hlaðvarpsþætti. En í gær mætti hún í sitt fyrsta viðtal hjá fjölmiðli í heimalandi sínu, DailyMail.

Í viðtalinu kvaðst hún ekki vera „kynferðislegt rándýr“ eins og hún hefur verið síendurtekið kölluð undanfarna mánuði.

„Átján ára einstaklingar mega skrá sig í herinn, þeir mega keyra, drekka, þeir eru að velja við hvað þeir ætla að vinna sem eftir er ævi sinnar. Ef þeir vilja nota eigin líkama og sofa hjá mér, þá er það þeirra ákvörðun,“ sagði hún.

Bonnie sagðist láta alla sem hún sefur hjá skrifa undir samþykkisyfirlýsingu, taka áfengispróf og sýna tvö skilríki.

Margir gagnrýnendur hennar segja að ef málinu væri snúið við, ef um væri að ræða fullorðinn karlmann sem væri að óska eftir átján ára stúlkum til að stunda kynlíf með og taka það upp, þá yrði hann umsvifalaust kallaður kynferðislegt rándýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“