fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnendur ljóða geta aldeilis tekið gleði sína í jólabókaflóðinu en að vanda kemur fjöldi vandaðra ljóðabóka út eftir íslenska höfunda. Á vegum Forlagsins koma eftirfarandi bækur út, sem eru allar komnar í verslanir og tilvalið að lesa hugljúf ljóð í aðdraganda jóla.

Ég hugsa mig – Anton Helgi Jónsson 

Ég hugsa mig er ellefta frumsamda ljóðabók Antons Helga. Bókin kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans, en það var árið 1974 sem hann kvaddi sér fyrst hljóðs með ljóðabókinni Undir regnboga. Myndirnar í bókinni gerði Sossa sérstaklega fyrir þessa útgáfu en þau Anton hafa unnið saman að margvíslegum verkefnum þar sem ljóð og myndlist mætast. 

Jarðljós – Gerður Kristný 

Innbundin ljóðabók eftir eitt af okkar helstu skáldum. Gerður Kristný nýtur aðdáunar fyrir orðsnilld sína langt út fyrir landsteinana og við ljóð hennar hafa innlendir og erlendir listamenn samið tón- og leikverk. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Jarðljós er tíunda ljóðabók hennar en sú fyrsta, Ísfrétt, kom út fyrir réttum þrjátíu árum.

Safnið – ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur 

Þessi bók geymir safn allra útgefinna ljóðabóka Lindu, en sú fyrsta, Bláþráður, kom út 1990. Linda hefur hlotið mikið og verðskuldað lof fyrir ljóð sín sem eru meitluð og áhrifarík, oft pólitísk og beitt. Inngangsorð bókarinnar skrifar Kristín Eiríksdóttir skáld og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar, bókmenntafræðings og skálds, við Lindu þar sem hún segir frá uppvexti sínum og ævi, skáldskap og skoðunum. Ýmis verðlaun og viðurkenningar hafa fallið Lindu í skaut fyrir ljóðabækur hennar, ekki síst Frelsi, en fyrir hana var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut bæði Menningarverðlaun DV og Verðlaun starfsfólks bókaverslana. Ljóð hennar hafa birst í erlendum þýðingum í safnritum og víðar. 

Ég er það sem ég sef – Svikaskáld 

Svikaskáld skipa Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Ég er það sem ég sef er fimmta verkið sem þær gefa út saman en áður hafa þær sent frá sér ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Nú sker ég netin mín (2019) auk skáldsögunnar Olíu (2021) en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft.

Söngvar til sársaukans – Valdimar Tómasson 

Valdimar Tómasson er íslenskum bókmenntaunnendum að góðu kunnur fyrir meitluð og harmþrungin ljóð sín. Söngvar til sársaukans er sjöunda ljóðabók hans en hér yrkir hann um friðlausa auðn, þungbærar tilfinningar og vonarglætuna sem smýgur í gegnum svartnættið.

Flaumgosar – Sigurbjörg Þrastardóttir 

Í ljóðabókinni Flaumgosum mætast náttúran, þjóðsögur, sveitin og raunveruleiki miðaldra kvenna á leikandi og stundum galsafenginn hátt. Bókin kemur út á aldarfjórðungs höfundarafmæli Sigurbjargar, en fyrsta bók hennar, Blálogaland, kom út árið 1999. 

Föðurráð – Bubbi Morthens 

Þjóðin hefur þekkt og dáð söngvaskáldið Bubba Morthens í áratugi. Hann hefur fært okkur einlægustu ástarljóð jafnt sem beittustu ádeilur og skörpustu sjálfgagnrýni. Ljóðabækurnar hans eru sterkar og grípandi. Föðurráð er hans sjötta ljóðabók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um
Fókus
Í gær

Aubrey Plaza tjáir sig eftir sviplegan dauða eiginmannsins

Aubrey Plaza tjáir sig eftir sviplegan dauða eiginmannsins
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“