fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 09:00

Bjarki Steinn Pétursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Steinn Pétursson smakkaði fyrst áfengi tólf ára gamall og fann strax að það væri eitthvað fyrir hann. Áfengið deyfði slæmar tilfinningar og leyfði honum að vera frjáls, ekki kvíðinn og hræddur.

Bjarki er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

TW: Umræða um sjálfsskaða og sjálfvígshugsanir.

„Ég sótti í allt sem gat gefið mér pásu frá sjálfum mér,“ segir Bjarki, sem varð fyrir áföllum í æsku sem mörkuðu djúp spor hjá honum.

„Ég var alltaf að reyna að finna eitthvað til að flýja sjálfan mig.“

Sjá einnig: Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“

Frá tólf ára aldri fór Bjarki að þróa neysluna hratt með sér. Hann fór að umgangast eldri krakka og flýja raunveruleikann.

„Mér fannst ég fá kjarkinn, kvíðinn var tekinn frá mér. Ég gat verið ég sjálfur, fannst mér. Eitthvað sem ég gat ekki [undir venjulegum kringumstæðum]. Ég var einhvern veginn svo fastur inn í áfallastreitu og vanlíðan, þess vegna segi ég að þetta hafi hjálpað mér svo ótrúlega mikið á þessum tíma. Þetta var lausnin mín frá ástandinu sem ég var fastur í, sem var bara að drepa mig. Ég var byrjaður í sjálfskaða, farinn að skera mig mjög ungur. Þróaði með mér átröskun, þannig að finna efni og komast í einhvern félagsskap, það bjargaði mér.

Ég veit að ég hefði eflaust endað á að taka eigið líf ef ég hefði ekki fundið þessa lausn á þessum tíma. En svo fljótlega fór þetta að snúast gegn mér.“

Dró hana með sér niður

Bjarki fór fyrst í meðferð þegar hann var sextán ára gamall. „Svo átti ég nokkrar innlagnir til átján ára aldurs,“ segir hann.

Hann eignaðist kærustu um nítján ára aldur sem var ekki í neinu rugli, drakk hvorki né neytti fíkniefna og hægðist þá verulega á hans neyslu. En nokkrum árum síðar var hann byrjaður aftur í sama mynstri og hafði fengið hana með sér í pyttinn.

Bjarki Steinn Pétursson.

„Endaði með því að hún fór að fikta með mér. Sannfæringamáttur minn… þegar ég er kominn í ákveðið ástand get ég verið ótrúlega sannfærandi, sem margir alkóhólistar geta verið. Ég sannfærði mig svo innilega um að þetta væri allt í lagi að ég náði að sannfæra fólkið í kringum mig.“

Þegar Bjarki var 23 ára var hann kominn á sama stað og hann var sem unglingur. „Efnin voru hætt að virka. Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum og ég skildi ekki… ég átti fullt af pening og var búinn að kaupa mér íbúð en það var einhvern veginn sama líðan og þegar ég var á einhverju sófaflakki og týndur unglingur. Þá stóð ég frammi fyrir að annað hvort reyna að verða edrú aftur eða gefa bara skít í allt. Sem betur fer valdi ég fyrri leiðina, ég gaf sjálfum mér tækifæri.“

Bjarki ræðir nánar um þetta í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Bjarka á Instagram og TikTok.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Hide picture