fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Fókus
Föstudaginn 1. nóvember 2024 18:10

Trine Dyrholm og Ingvar E. Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdráttarafl stórleikkonunnar Trine Dyrholm kom bersýnilega í ljós í Bíó Paradís þegar hún mætti til þess að vera viðstödd frumsýningu á kvikmyndinni Stúlkan með nálina,  miðvikudagskvöldið 30. október. Fjöldinn allur af leikurum úr íslensku leikarastéttinni flykktist í bíó til þess að hitta Trine Dyrholm og sjá þessa óhugnanlegu kvikmynd.

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Triine Dyrholm

Trine Dyrholm klæddist kóngablárri buxnadragt og stillti sér meðal annars upp með Ingvari Sigurðssyni, leikara.

Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, og Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona
Benedikt Erlingsson leikari og Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona
Hjónin Ólafur Egill Egilsson leikari og leikstjóri og Esther Talía Casey leikkona með Hrönn milli sín
Leikaraparið Aldís Amah Hamliton og Kolbeinn Arnbjörnsson

Í kvikmyndinni er klæðaburður hennar öllu drungalegri því Trine leikur glæpakvendi sem var uppi fyrir 100 árum í Danmörku. Sagan byggir á sannsögulegum atburðum og segir frá konu sem var þekkt fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur.  Sagan opnar dyr að heimi leyndarmála og örvæntingar.

Trine lék á als oddi í spjalli við kollega sína í anddyri Bíó Paradísar áður en sýningin hófst en kvikmyndin var frumsýnd hér á landi áður en hún er frumsýnd í Danmörku. Eftir bíósýninguna var boðið upp á Kvöldstund með….,  sem er nýr dagskrárliður í Bíó Paradís og stýrði Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona, spjallinu að þessu sinni við Trine Dyrholm.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni