fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 11:29

Gunnar Dan Wiium.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dan Wiium, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið, var hársbreidd frá því að verða fimm banns að bana fyrir viku síðan. Hann segist taka fulla ábyrgð og vonar að með því að segja sína sögu muni hann vekja aðra til umhugsunar.

„Ég dó ekki síðasta föstudagskvöld og ég tók ekki fimm aðra með mér á leið minni frá Akureyri. Ég er almennt öruggur ökumaður. Ég virði hraðatakmörk að mestu leyti, ég held athygli að því sem ég er að gera og hef keyrt bíl áfallalaust í nær 30 ár en á föstudagskvöldið missti ég kúlið og komst nálægt því að hækka tölu látinna í umferðarslysum um nær 50 prósent það sem af er þessu ári. Ég fór í ferðalag með konunni minni og ungling. Þar sem bíllinn okkar ekki er á nagladekkjum skipti ég við vin og fékk lánaðan lítinn smábíl á nöglum. Ferðin gekk vel og allir glaðir,“ segir Gunnar í færslu á Facebook, sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi að deila með lesendum.

„Á föstudagskvöldið þegar við vorum á leið frá Akureyri og inn í Skagafjörð þar sem við gistum komum við að þessari fyrstu heiði og það var komið myrkur og það var slydda. Ég var í símanum með heyrnartól að tala við vin minn Martin frá Danmörku. Fyrir framan mig sá ég tvo bíla taka fram úr stórum vöruflutningabíl og ég hugsaði hvort ég ætti ekki bara að gönna á eftir þeim og losna við allt vatnasull sem þessum trukkum fylgir. Fyrir framan trukkinn sé ég tvö bílljós í fjarska og taldi mig öruggan og lagði þá í framúrakstur. Þegar ég var komin sirka helming af lengd trukksins birtast mér allt í einu ljós sem ég hafði ekki séð, ekki gert ráð fyrir.

Þessi sena er búin að spila í hausnum á mér stanslaust síðustu daga því á einu andartaki hafði skapast lífshættulegt ástand og konan mín í bílnum og 15 ára barnið mitt. Það sem gerðist næst er eitthvað sem ég á erfitt með að útskýra en ég steig smábílinn og náði með einhverju kraftaverki að henda honum fram fyrir trukkinn með millimetrum beggja megin við trukk og bílinn sem kom á móti mér.“

Ökumaður bílsins bálreiður

Ökumaður bílsins sem kom á móti honum elti Gunnar og fjölskyldu.

„Þetta gerðist svo snöggt og ég var hársbreidd frá því að drepa okkur öll og samt lít ég á mig sem ábyrgan ökumann sem tekur ekki sénsa en ég kolféll á prófinu þetta kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar sem mætti mér þarna með hársbreidd reiddist og sneri við og náði mér korteri seinna,“ segir hann.

„Hann tók fram úr mér og negldi niður fyrir framan mig. Ég vissi ekki með vissu hvað í andskotanum var í gangi enda í áfalli eftir þetta rugl sem ég hafði komið mér í korteri áður en grunaði að um þennan ökumann væri að ræða. Hann hélt sér fyrir framan mig bremsaði mig af og hélt mér í 10 mínútur eða svo á 50 km hraða á þjóðveginum og ég hugsaði að nú yrði ég líklega lamin ofan á allt saman og ætti það líklega skilið.“

Gunnar er feginn að ekki fór verr. Mynd/Ernir

Fullur iðrunar 

Gunnar segir að hann hafi vitað upp á sig sökina.

„Um leið og færi gafst beygði ég út af við einhvern sveitabæ og félaginn sneri við og renndi upp við hliðina á mér. Ég fór út úr bílnum og hann tók á móti mér urlaður af reiði og það skiljanlega. Ég sagði honum að ég væri sjálfur í sjokki og fullur iðrunar og skömm og sekt. Ég sagði honum að mér þætti þetta svo leiðinlegt og ég hefði enga afsökun fyrir því sem hafði gerst. Vinurinn róaðist niður og tók í höndina á mér og sagði mér að aka varlega og hvað gat ég sagt annað en: „Já, ég geri það.“

Ég veit ekki hver var þarna á trukknum og horfði á þetta gerast og ef hann er að lesa þennan póst vil ég að hann viti að mér þykir þetta óendanlega leiðinlegt og að ég hafi mér engar málsbætur. Ég var annars hugar, djarfur, fljótfær og kærulaus. Samt er ég bara venjulegur maður sem á fjölskyldu og keyri ábyrgt en ég skeit á mig og í einhverri vídd hefði ég og tvær heilar fjölskyldur ekki átt að komast lifandi úr saman klesstum bílflökum.“

Getur komið fyrir hvern sem er

Gunnar segir í samtali við DV að hann hafi verið tvístíga að afhjúpa sig á þennan hátt en hann hafi ákveðið að gera það í von um að það muni vekja aðra til umhugsunar.

„Ástæðan fyrir því að ég er að klaga mig á þennan hátt er til þess að kannski mögulega eru pabbar og mömmur þarna úti sem taka þessa hræðilegu dæmisögu til sín og opni augun, sýni ábyrgð og stundi ekki óvarkárni í  framúrakstri eins og ég þarna gerði,“ segir hann.

„Þetta hefði getað endað sem svona harmleikur sem maður les um og hugsar: „Kemur ekki fyrir mig,” en það er nefnilega málið, þetta kemur alveg eins fyrir mig. Bara út af því að ég var að gera eitthvað annað, hugsa eitthvað annað þegar ég átti að vera einbeittur og vakandi.

Keyrum varlega og berum óttablendna virðingu fyrir akstri og umferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni